Fundur og kynning um menntun fullorðinna á Skagaströnd

Skrafað saman í Farskólanum haustið 2015. Mynd: KSE
Skrafað saman í Farskólanum haustið 2015. Mynd: KSE

Áhugahópur um menntun og framfarir, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagaströnd og Farskólann á Sauðárkróki,  boðar til fundar um menntunarmál í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd klukkan 17:30 miðvikudaginn 9. mars.                                                           

Á fundinn ætla að mæta fulltrúar frá: Fjölbrautarskólanum  á Sauðárkróki, Farskólanum á Sauðárkróki, Háskólanum á Bifröst, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum að Hólum og menntafyrirtækinu Keili í Reykjanesbæ.

Fulltrúarnir skólanna munu kynna fjarnám og staðarnám hjá sínum skólum og einnig hver inntökuskilyrði eru, námsgjöld og annað sem skiptir máli. Eftir stuttar framsögur munu fulltrúarnir sitja fyrir svörum og svo verður hægt að fá að hitta fulltrúana einslega ef þess er þörf.

Einnig mætir á fundinn fulltrúi frá verkalýðsfélaginu Samstöðu sem mun kynna möguleika á námsstyrkjum frá hinum ýmsu stéttarfélögunum. 

Fundurinn er öllum opinn og allir Skagstrendingar og nærsveitamenn  eru hvattir til að láta ekki þetta tækifæri, til að kynnast menntunarmöguleikum sínum, sér úr greipum ganga. 

Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir