„Börnin vildu endilega setja þetta á disk“

Erla Gígja semur öll lögin sín við orgelið heima hjá sér. Mynd: KSE.
Erla Gígja semur öll lögin sín við orgelið heima hjá sér. Mynd: KSE.

Hin 76 ára Erla Gígja Þorvaldsdóttir á Sauðárkróki hefur árum saman dundað við lagasmíðar sér til ánægju. Á dögunum kom út hennar fyrsti geisladiskur. Lögin fjórtán á disknum eru öll eftir hana, flutt af hinum ýmsu tónlistarmönnum, við texta eftir höfunda sem flestir eru skagfirskir.

Diskurinn ber heitið Nafnið þitt, en titillagið var fyrsta lagið sem Erla Gígja samdi og er það að finna í tveimur mismunandi útsetningum á disknum. Hún segist upphaflega hafa ætlað að semja lög sjálfri sér til ánægju. „Það eru ansi mörg ár síðan fyrsta lagið kom en svo hafa þau bara verið að koma svona smátt og smátt. Þetta átti nú bara að fara í skúffuna en það þótti ekki nógu gott. Börnin vildu endilega setja þetta á einn disk og gefa þetta út. Ég var nú ekkert voðalega hrifin af því, ég er nú eiginlega bara að gera þetta mér til gamans,“ segir hún í viðtali i Jólablaði Feykis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir