Þari í matargerð í Höfðaskóla

Í síðustu viku komu Henry Fletcher frá Bretlandi og Tanja Geis frá Hong Kong í tvo heimilisfræðitíma hjá 5. - 7. bekk í Höfðaskóla á Skagaströnd. Henry hefur undanfarið aflað sér þekkingar um nýtingu náttúrunnar í matargerð og vildi miðla þessari þekkingu til skólabarna.

Hann fór með krakkana í gönguferð um bæinn, leyfði þeim að smakka sveppi og fífla. Síðan var farið í fjöruna að tína og skoða hinar ýmsu þara – og þangtegundir og leyfði hann þeim að smakka þurrkaðan þara. Daginn eftir kom hann og kenndi krökkunum að nota þurrkaðan, mulinn beltisþara í bakstur og afraksturinn varð þessar fínu kryddkökur.  Haldin var kökuskreytingarkeppni og þótti hún takast vel. Tanja tók mikið af myndum í ferðinni og var að aðstoða Henry við baksturinn.  Ekki var annað að sjá en að nemendur sýndu verkefninu mikinn áhuga og væru ánægðir með afraksturinn.

/DRÚ

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir