Myndir úr Víðidalstungurétt
feykir.is
Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
08.10.2009
kl. 15.10
Stóði Víðdælinga var smalað föstudaginn 2.október af Víðidalstunguheiði en réttarstörf fóru fram daginn eftir. Mikið fjölmenni tók þátt í smöluninni þó veðrið hefði mátt vera betra.
Margt var á dagskrá s.s. uppboð á völdum hrossum, útdráttur á happdrætti en allir þeir sem keyptu sér kaffi hjá Kvenfélaginu Freyju fengu happdrættismiða í kaupbæti.
Á laugardagskvöldinu var svo haldinn stóðréttadansleikur í Víðihlíð þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson lék fyrir dansi og setti endapunktinn á frábæra réttarhelgi hjá krónprinsessu stóðréttanna. Hrafnhildur L Hafsteinsdóttir var í réttunum og myndaði stemninguna.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.