Kvöldsólin sló rauðum bjarma á Skagafjörðinn

Síðustu daga hefur verið ljómandi gott veður á Norðurlandi vestra og það væri vanþakklátur maður sem léti hafa annað eftir sér. Ljósmyndari Feykis var á ferðinni í austanverðum Skagafirði í gær og náði nokkrum huggulegum myndum af kvöldsólinni, landslaginu og lífinu.

Veðrið var stillt og himininn heiður og sólin sló rauðum bjarma á fjörðinn, fjöll og tún. Á Mannskaðahóli og Mýrarkoti á Höfðaströnd var heyjað í blíðunni seint að kvöldi.

Áfram er spáð ágætu veðri á landinu, hægri breytilegri átt, en þó er gert ráð fyrir að eitthvað kólni hjá okkur hér á Norðurlandi vestra. Það þykknar upp um helgina en sólin er væntanleg á sinn stað strax upp úr helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir