Emma Katrín Íslandsmeistari í 2. deildinni í badminton
Meistaramót Íslands í badminton fór fram í húsnæði Badmintonfélags Hafnarfjarðar við Strandgötuna í Hafnarfirði dagana 25.-27.apríl. Tindastóll sendi einn keppandi til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur en hún keppti í 2. deild, spilaði mjög vel og vann mótið sannfærandi án þess að tapa lotu. Hún vann þannig fyrsta Íslandsmeistaratitill Tindastóls í fullorðinsflokki í badminton.
Í frétt á síðu Badmintonsambands Íslands segir að keppni hafi verið jöfn og spennandi og mótið hið glæsilegasta. Þátttaka var góð og fjölmargir áhorfendur munu hafa lagt leið sína í Hafnarfjörðin.
Hún lagði fyrst Sonju Sigurðardóttir, 21-10 og 21-5, og mætti síðan Angelu Líf Kuforji í undanúrslitum sem veitti Emmu ágæta keppni en loturnar enduðu 21-16 og 21-15. Í úrslitum sigraði Emma Sigrúnu Marteinsdóttur af öryggi, 21-10 og 21-14.
Emma Katrín keppti einnig í tvenndarleik í félagi við Rúnar Gauta Kristjánsson en þau féllu úr leik í fyrstu atrennu. Sigur Emmu í 2. deildinni þýðir að næst tekur hún þátt í 1. deildinni en besta badmintonfólk landsins leikur síðan í úrvalsdeild.
Til hamingju Emma Katrín og Tindastólsfólk!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.