Vantraust tillaga
Herra Hundfúlum finnst þessi tilgangslitla vantrauststillaga sem kemur nú fram korteri fyrir kosningar vera sárgrætileg og nánast vanvirðing við þing og þjóð. Herra Hundfúll er ekki hrifinn af því að nokkur maður sé að taka undir svona vitleysu. Stundum er bara betra að sitja á strák sínum.
Fleiri fréttir
-
Hvalreki í Guðlaugsvík í Húnaþingi vestra
Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti nú í upphafi vikunnar að fylgja eftir tilkynningu um hvalreka í Guðlaugsvík á Ströndum en víkin er rétt sunnan umdæmamarka lögreglustjórans á Vestfjörðum og Norðurlands vestra við minni Hrútafjarðar vestan megin. Um var að ræða hræ af búrhval, um 14 metra langt. Í tilkynningu á Facebook-síðu LNV segir að til samanburðar megi áætla að þrjár Tesla Y bifreiðar séu nokkurn veginn jafnlangar séu þær samsíða hvalnum,Meira -
Stólastúlkur og Keflavík kljást í Síkinu
Stólastúlkur mæta liði Íslandsmeistara Keflavíkur í Bónus deildinni í kvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Líkt og oftast þá verður uppkast kl. 19:15 og svo verður barist fram á síðustu sekúndu.Meira -
Vilja bæta skipulag snjómoksturs út á Skaga
Húnahornið greinir frá því að snjómokstur í fyrrum Skagabyggð hafi ekki verið eins og hann á að vera það sem af er vetri. Ástæðan mun vera sú að skipulag Vegagerðarinnar fyrir Húnabyggð er þannig skipt að starfsstöð hennar á Hvammstanga þjónar svæðinu að Laxá á Refasveit en starfsstöðin á Sauðárkróki þjónar svæðinu norðan árinnar.Meira -
Nemendur Höfðaskóla heimsóttu BioPol
Í síðustu viku fóru nemendur í 5. og 6. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd í heimsókn í BioPol, rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í örverufræði og líftækni og er einmitt staðsett á Skagaströnd. Í frétt á vef skólans segir að þar hafi Judith, einn af vísindamönnum rannsóknarstofunnar, tekið á móti nemendunum og kynnti þau fyrir heillandi heimi baktería og rannsókna.Meira -
Súkkulaðibitakökur | Feykir mælir með....
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst, Lokað efni 28.01.2025 kl. 09.00 siggag@nyprent.isÉg veit ekki með ykkur en alltaf þegar ég fer á Subway þá kaupi ég súkkulaðibitakökurnar til að taka með heim því þær eru alveg geggjaðar. En nú er kominn tími til að reyna að finna uppskrift sem er nokkuð keimlík þeim og ætla ég að prufa þessa uppskrift næst.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.