Þjóðin valdi lag en dómnefndin valdi annað
Herra Hundfúll splæsti einni símhringingu til að gefa lagi í Söngvakeppni Sjónvarpsins atkvæði sitt. Atkvæðið kostaði 119 kr. og hefur Hundfúll svo sem eytt í annað eins. En sennilega hafa margir hringt talsvert oftar til að gefa sínu lagi atkvæði og þar á meðal laginu Stattu upp með piltunum í Bláum Opal sem fékk flest atkvæði þeirra sem hringdu inn. Dómnefnd hafði hins vegar 50% vægi og valdi annað lag til að fara til Bakú. Það að dómnefnd hafi þetta mikið um niðurstöðuna að segja gerir atkvæðagreiðsluna frekar hlægilega og nánast ekki annað en peningaplokk fyrir Sjónvarpið.
Herra Hundfúlum þykir ekki ólíklegt að lagið Stattu upp hafi höfðað til yngra áhugafólks um Júróvisjón og krakkar hafi því verið í meirihluta þeirra sem gáfu því atkvæði sitt og Sjónvarpinu símapeningana sína. Og síðan var lagið ekki nógu fínt fyrir dómnefnd með 50% vægi. Ömurlegt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.