Margur verður af aurum api
Herra Hundfúll er ekki par hrifinn af pókeræðinu sem tröllríður þjóðinni þessa síðustu og verstu. Það hefur auðvitað lengi tíðkast að spila upp á peninga og má nefna að um miðja síðustu öld þótti vinsælt að spila Lander og 21 hér á Krók og þá oftar en ekki uppá pening eða eldspýtustokka. Kom jafnvel fyrir að ekki var hægt að kaupa eldspýtur útí búð því lagerinn hvarf á spilakvöldum. Í upphafi þessarar aldar spiluðu síðan útrásarvíkingar stórtækari póker með peninga sína og annarra. Nú eru pókerkvöld og póker á netinu auglýst sem aldrei fyrr og andlitin í auglýsingunum sína heilbrigt og fallegt fólk af báðum kynjum taka slaginn. Allir í góðum fíling og bara gaman - eða hvað? Nei, Herra Hundfúll hefur illan bifur á þessu og telur að réttast væri að banna þetta rugl áður en illa fer.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.