Hvers eiga Martin, Saga og sjónvarpsáhorfendur að gjalda?
feykir.is
Hr. Hundfúll
26.11.2013
kl. 08.31
Herra Hundfúll er afar ósáttur við þessi skandinavísku fúlmenni sem búa til Brúna. Í gærkvöldi kláraðist önnur þáttaröðin af þessu frábæra sjónvarpsefni og líkt og í fyrra skiptið voru áhorfendur skildir eftir niðurbrotnir og bugaðir af sjónvarpssorg því hetjurnum okkar, Sögu og Martin, virðist fyrirmunað að upplifa eitthvað sem gæti kallast snefill af hamingju þó öllum finnist þau eiga það skilið. En það er víst gamall sannleikur að menn uppskera svo sem þeir sá og sjónvarpsáhorfendur verða að bíta í það súra epli að Rollingarnir höfðu víst rétt fyrir sér: You Can't Always Get What You Want.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.