Hrós
Herra Hundfúll vill koma því á framfæri að það er auðvelt að vera neikvæður og með allt á hornum sér. Við eigum það til að taka ansi mörgu í lífinu sem sjálfsögðum hlut. Munum eftir að hrósa hvort öðru þegar vel er gert – það er eitt af þessu sem er ókeypis en samt svo dýrmætt.
Fleiri fréttir
-
Holtavörðuheiðin opin á ný eftir lokun vegna vatnavaxta
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 15.01.2025 kl. 10.22 oli@feykir.isTöluvert vatnsveður og ekki hvað síst hlýindi hafa haft áhrif á færð nú síðasta sólarhringinn. Þannig má merkja á umferðarkorti Vegagerðarinnar að loka þurfti Holtavörðuheiðinni í nótt þar sem ræsi stíflaðist og bjarga þurfti ferðalöngum eftir að bílar þeirra fóru á kaf við Kattarhrygg. Þá er Vatnsnesvegur að vestanverðu ófær þar sem mikið efni hefur runnið úr veginum. Aðrir vegir eru nú færir og var Holtavörðuheiði opnuð fyrir umferð rétt í þessu.Meira -
Húsin í bænum - Styrkveiting úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra
Húnaþing vestra hefur hlotið styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til verkefnisins Húsin í bænum. Þetta kemur fram á vef Húnaþings.Verkefnið gengur út á að setja upp allt að 10 upplýsingaskilti um sögu valinna húsa í elsta hluta Hvammstanga.Meira -
Verður eins og lítill snjóbolti | Ég og gæludýrið mitt
Í Eyrartúninu á Króknum er að finna einn lítinn Kögg en eigandi hans er Brynhildur Heiða Valgarðsdóttir sem er á tólfta ári. Brynhildur er dóttir Hrafnhildar Skaptadóttur og Valgarðs Einarssonar og á hún einnig lítinn bróður sem heitir Patrekur Valur. Köggur er af tegundinni Pomeranian eða Pommi eins og hún er stundum kölluð.Meira -
Sú gula mætir á morgun, 15. janúar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 14.01.2025 kl. 15.53 siggag@nyprent.isÁ morgun, milli kl. 16:00 og 22:00, mætir sú gula, öllum til mikillar gleði eða hitt og. Vedur.is segir að á Norðurlandi vestra verði stormur með vindstrengjum eða sunnan og suðvestan 15-25 m/s og vindhviður geta náð yfir 35 m/s við fjöll. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, sérílagi þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.Meira -
Heildarorkukostnaður á Blönduósi og Skagaströnd hæstur á Norðurlandi vestra
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 14.01.2025 kl. 14.48 siggag@nyprent.isLíkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út árlegan kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila miðað við gjaldskrár 1. september 2024. Alls eru 92 byggðakjarnar í greiningunni, þar á meðal Hvammstangi, Blönduós og Skagaströnd, og ná tölur fyrir þá aftur til ársins 2014. Samhliða skýrslunni kemur út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í byggðakjörnum á Íslandskorti, skoða raforku- og húshitunarkostnað sér og bæta við útreikningi fyrir varmadælu fyrir staði með beina rafhitun, segir á huni.is.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.