Veiðisumarið í Fljótaá byrjar vel
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
27.06.2016
kl. 12.41
Fljótaá í Skagafirði var opnuð í gærmorgun og á vef Morgunblaðsins segir frá því að þar hafi veiði byrjað vel því stórlaxi var landað strax í gærmorgun.
Það munu hafa verið erlendir veiðimenn sem opnuðu ána og lönduðu þeir tveimur löxum strax á fyrstu vakt. Bandaríkjamaðurinn Rger Crane veiddi 100 cm langan hæng á litla rauða francis túpu í Holunum svokölluðu sem eru mjög ofarlega í ánni. Annar lax var svo kominn að landi fyrir hádegi, sem og talsvert af bleikju eins og sagt er frá á mbl.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.