Þjófurinn skotinn á hlaðinu
feykir.is
Skagafjörður
20.03.2009
kl. 16.15
Hann var bíræfinn þjófurinn sem ætlaði að næla sér í rauðmaga hjá Viðari bónda á Bergsöðum í Skagafirði fyrr í vikunni.
Kunningi Viðars kom með rauðmaga handa honum í soðið í vikunni og var hann hafður fyrir utan hún meðan Viðar bauð sjómanninum inn í kaffi. Þegar þeir voru að fara út aftur sáu þeir hvar minkur var búinn að næla sér í „soðið“ og var að draga rauðmagann í burtu og því gripinn á vettvangi glæps eins og það yrði orðað hjá Stefáni Vagni og félögum. En þessum þjófi var ekki sleppt að yfirheyrslum loknum heldur skotinn á staðnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.