Þiggur ekki laun sem formaður bæjarráðs
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.04.2009
kl. 08.06
Valdimar Guðmannsson Á lista, nýkjörinn formaður bæjarráðs Blönduósbæjar, hefur lagt fram erindi þar sem hann óskar eftir því að vera á venjulegum launum bæjarfulltrúa á meðan hann situr sem formaður bæjarráðs
-Ég tek þessa ákvörðun í ljósi þess að undanfarna mánuði hafa mörg fyrirtæki og stofnanir ásamt sveitarfélögum þurft að grípa til aðhalds og niðurskurðar, meðal annars með lækkun launa starfsfólks,“ segir Valdimar í bókun sem fylgdi erindinu.