Stjórn Samfylkingarinnar á Bifröst fagnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.03.2009
kl. 16.04
Stjórn Samfylkingarinnar á Bifröst fagnar ályktun Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ þar sem forysta Samfylkingarinnar er hvött til þess að taka upp viðræður við Vinstri græna um að flokkarnir tveir gangi bundnir til kosninga, þannig að flokkarnir myndi ríkisstjórn eftir næstu alþingiskosningar ef þeir fá til þess fylgi.
Stjórn Samfylkingarinnar á Bifröst er sammála áðurnefndri ályktun og hvetur forystu Samfylkingarinnar eindregið til þess að taka mið af henni.