Stefnt að opnun Blönduósflugvallar um mánaðamótin

Framkvæmt á Blönduósflugvelli. MYND: HÖSKULDUR B ERLINGSSON
Framkvæmt á Blönduósflugvelli. MYND: HÖSKULDUR B ERLINGSSON

Framkvæmdir við Blönduósflugvöll eru nú í fullum gangi en samkvæmt upplýsingum Feykis er stefnt á að völlurinn opni á ný nú um mánaðamótin ágúst september. Þá verður búið að taka malarlag af vellinum og setja klæðningu á flugvöllinn og flughlaðið.

Framkvæmdir hafa eitthvað tafist eins og gengur en þær hófust í byrjun ágúst og áttu þá að taka tíu daga.

Jónas Brói, umsjónarmaður vallarins og starfsmaður Isavia, segir að búið sé að bíða lengi eftir þessum lagfæringum á flugvellinum en völlurinn hefur verið ónothæfur á löngum köflum, t.d. þegar ís hefur verið að fara úr jörðu. Þannig hefur ekki alltaf verið hægt að lenda sjúkraflugi sökum þess að völlurinn hefur ekki verið fær. Því sé um byltingu að ræða að fá klæðningu á völlinn og hann þá væntanlega svo gott sem fær allt árið um kring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir