Opnað fyrir umsóknir í STARTUP STORMUR

MYND SSNV
MYND SSNV

Á vef SSNV segir frá því að opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn STARTUP STORM - Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota. Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir verkefni þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Hraðallinn er byggður upp að fyrirmynd viðskiptahraðla. Startup Stormur fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast þrisvar sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. Þátttakendur kynnast reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum, fjárfestum og stjórnendum fyrirtækja, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Leitast er eftir þátttakendum, þ.e. frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi.

Startup Stormur hefst 3. október og lýkur 14. nóvember með lokaviðburði þar sem teymin sem taka þátt halda fjárfestakynningar.

Umsóknarfrestur er til og með 20. september og er umsóknareyðublað hér.

Þeir sem vilja vita meira um Startup Storm er bent á að hafa samband við Guðlaug Skúlason, gudlaugur@ssnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir