Skólastarfið brotið upp með þemadögum

Matsalur Árskóla gerður klár fyrir opið hús laugardaginn 24. október. Ljósm./twitter.com/arskoli
Matsalur Árskóla gerður klár fyrir opið hús laugardaginn 24. október. Ljósm./twitter.com/arskoli

Dagana 21. – 23. október voru þemadagar í Árskóla á Sauðárkróki. Þemað að þessu sinni tileinkað starfi skólans, nýjungum í kennsluháttum, hefðum, viðburðadögum, árshátíðum o.fl. Þemadögum lauk svo með sýningu og opnu húsi í skólanum sl. laugardag.

Samkvæmt vef skólans var unnið í árgangamiðuðum hópum, þ.e. 1. og 2. bekkur vann saman, 3. og 4. bekkur og svo koll af kolli. Öllum var velkomið að líta við og fylgjast með vinnu nemenda á þemadögum.

Í opnu húsi á laugardag var haldin sýning, kaffihús var opið þar sem nemendur seldu kaffi, djús og meðlæti sem þeir höfðu bakað. Þar að auki var sölubás með ýmsum vörum sem nemendur höfðu búið til en allur ágóði rennur til góðgerðamála.

Skemmtilegar myndir frá þemadögum og opnu húsi má skoða á Twitter síðu skólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir