Skagafjörður til umfjöllunar í Norðurþýska ríkissjónvarpinu
Þátturinn „Ostsee report“, eða Eystrasalts tíðindi í lauslegri þýðingu, verður sýndur á Norðurþýsku ríkissjónvarpsstöðinni NDR í dag kl. 16:00, kl. 18:00 að þýskum tíma. Þátturinn er klukkutíma langur og hefur verið mánaðarlega á dagskrá NDR í rúm 30 ár. Í honum er fjallað er um fólk í Norður Evrópu; Íslandi, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Rússlandi svo dæmi séu nefnd og er um að ræða einskonar „Landa“ þeirra Þjóðverja. Að þessu sinni er að hann að stórum hluta tekinn upp í Skagafirði.
Að sögn Árna Gunnarssonar hjá Skottu Film fóru tökurnar fyrir þáttinn fram í síðustu viku. Þá var meðal annars Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum heimsótt, auk þess sem farið var víða um fjörðinn. Í þættinum er jafnframt farið til Rússlands, Finnlands og Noregs.
„Í þessum þætti er fjallað að mestu um Skagafjörð, sauðburð, hross, hvalaskoðun, seli og fleira. Einnig er kíkt við í Pétursborg í Rússlandi, hjá kaupmanni sem gæti verið Bjarni Har Finnlands og í Norður Noregi,“ sagði Árni í samtali við Feyki.
Kynningu á þættinum má skoða hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.