Sævar Pétursson ráðinn íþróttafulltrúi á Frístundasviði
feykir.is
Skagafjörður
20.01.2009
kl. 08.30
Sævar Pétursson hefur verið ráðinn íþróttafulltrúi á Frístundasviði. Hann var valinn úr hópi tíu umsækjenda. Sævar er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Baðhússins og Sporthússins sl. 10 ár.
Hann hefur auk þess mikla reynslu og þekkingu af íþróttastarfi og kemur til starfa á næstu vikum.
Sævar er fæddur Húsvíkingur og og alinn upp á Vopnafirði og fólki til frekari glöggvunar er hann bróðir Lindu P fegurðardrottningu.