Rabbabara og bananadrykkur

Rabbabarar vaxa í flestum görðum og engin ástæða til þess að nota þá einungis í sultur og grauta. Feykir fann uppskrift af rabbabara og bananadrykk.
Drykkurinn er ofurhollur, fullur af trefjum, C vítamíni, andoxunerefnum o.fl. Einnig er hann góður fyrir blóðrás og hjartað. Rabbabari á að minnka hættu á myndun krabbameinsfruma og á að vera góður við bólgum í liðum, ofnæmum og til að lækka háan blóðþrýsting. Drykkurinn er mildur, sætur og passar eiginlega á hvaða tíma dags sem er, fínn að morgni en líka góður eftir vinnu eða ræktina. Það má sleppa því að sjóða döðlur og rabbabara og láta döðlurnar liggja í bleyti í sólarhring og mauka svo vel með rabbabaranum.
Rabbabara- og bananadrykkur
Fyrir 2

* 180 gr döðlur
* 120 gr rabbabari
* 100 ml appelsínusafi, hreinn
* 1 stór banani, vel þroskaður
* 150 ml sojamjólk (einnig má nota haframjólk, möndlumjólk hrísmjólk eða undanrennu)

Aðferð:
* Setjið döðlur, rabbabara og 50 ml af appelsínusafa í pott.
* Sjóðið í 10 mínútur eða þangað til hægt er að mauka döðlurnar og rabbabarann með gaffli.
* Kælið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir