Nýprent-open haldið í 4. skipti
Opna Nýprent mótið í golfi var haldið á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki sunnudaginn 4. júlí. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna-og unglinga og var þetta 2. mótið á mótaröðinni í sumar.
Keppt var í flokkum 17-18 ára, 15-16 ára, 14 ára og yngri, 12 ára og yngri og byrjendaflokki. Yfir 80 keppendur mættu til leiks víðsvegar að af Norðurlandi.
Keppendur úr Golfklúbbi Sauðárkróks voru fjölmennir á þessu móti og stóðu sig með miklum ágætum. Ingvi Þór Óskarsson varð í 2. sæti í flokki 17-18
ára. Þröstur Kárason sigraði í flokki 15-16 ára og Jónas Rafn Sigurjónsson varð í 3. sæti. Sigríður Eygló Unnarsdóttir varð síðan í 2.sæti í flokki
15-16 ára.
Úrslitin í öllum flokkum urðu sem hér segir:
17-18 ára strákar:
1. Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD 78 högg
2. Ingvi Þór Óskarsson GSS 91 högg
3. Hjörleifur Einarsson GHD 105 högg
17-18 ára stúlkur:
1. Brynja Sigurðardóttir* GÓ 104 högg
2. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 104 högg
*Sigraði eftir „shoot-out“
15-16 ára strákar:
1. Þröstur Kárason GSS 83 högg
2. Björn Auðunn Ólafsson GA 89 högg
3. Jónas Rafn Sigurjónsson GSS 91 högg
15-16 ára stúlkur:
1. Jónína Björg Guðmundsdóttir GHD 113 högg
2. Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS 119 högg
14 ára og yngri strákar:
1. Arnór Snær Guðmundsson GHD 80 högg
2. Ævarr Freyr Birgisson GA 84 högg
3. Kristján Benedikt Sveinsson GA 86 högg
14 ára og yngri stúlkur:
1. Þórdís Rögnvaldsdóttir GHD 84 högg
2. Guðrún Karítas Finnsdóttir GA 97 högg
3. Stefanía Elsa Jónsdóttir GA 98 högg
Næstu flokkar spiluðu 9 holur:
12 ára og yngri strákar:
1. Jón Heiðar Sigurðsson GA 51 högg
2. Sævar Helgi Víðisson GA 53 högg
3. Helgi Halldórsson GHD 56 högg
12 ára og yngri stúlkur:
1. Magnea Helga Guðmundsdóttir GHD 71 högg
2. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD 73 högg
3. Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir GÓ 77 högg
Byrjendaflokkur drengja:
1. Jóhann Þór Auðunsson GA 47 högg
2. Anton Darri Pálmason GA 48 högg
3. Ómar Logi Karlsson GA 47 högg
Byrjendaflokkur stelpna:
1. Stefanía Daney Guðmunsdóttir GA 54 högg
2. Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir GHD 60 högg
3. Sigrún Kjartansdóttir GA 61 högg
Nándarverðlaun voru veitt í öllum flokkum á 6. braut.
17-18 ára Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD
15-16 ára Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS
14 ára og yngri Aðalsteinn Leifsson GA
12 ára og yngri Sævar Helgi Víðisson GA
Byrjendur Baldur Vilhelmsson GA
Verðlaun fyrir vippkeppni í öllu flokkum:
17-18 ára Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD
15-16 ára Björn Auðunn Ólafsson GA
14 ára og yngri Ævarr Freyr Birgisson GA
12 ára og yngri Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD
Byrjendur Hartmann Felix Steingrímsson GSS
Niðurstöðu í öllum flokkum má finna á vefsíðunni www.golf.is og myndir frá
mótinu má finna á
bloggsíðu unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks gss.blog.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.