Nýjar æfingar í Delhí
feykir.is
Skagafjörður
28.07.2010
kl. 11.42
Ýmislegt er að gerast hjá Þuríði Hörpu út í Delhí þar sem hún er komin á fætur og gerir æfingar með hjálp spelkna. Ýmislegt hefur á daga hennar drifið sem kemur stofnfrumumeðferð lítið við s.s. eins og innrás maura í herbergið sem hún sefur í.
Þuríður bloggar um veru sína á Indlandi og hefur hún verið í hálfgerðri rússibanaferð þar sem hún hefur legið í rúminu með miklar höfuðkvalir og upp á fæturna á spelkum þar sem hún gerir nýjar og krefjandi æfingar. Skemmtilegar myndir eru með síðustu færslu þar sem hún stendur teinrétt í æfingasalnum.
Sjá nánar á http://www.oskasteinn.com/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.