Nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd fá Þriðja ísbjörninn að gjöf.
Ein af jólabókunum í ár er Þriðji ísbjörninn eftir metsöluhöfundinn Þorgrím Þráinsson. Bókina skrifaði hann á Skagaströnd síðastliðið sumar en sögusviðið er einmitt í A-Húnavatnssýslu.
Hugmyndina af sögunni fékk Þorgrímur þegar hann dvaldi í sumar í Nes listamiðstöð á Skagaströnd og ísbirnir fóru að gera vart við sig í nágrenninu.
Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð, Spákonuarfur og Nes listamiðstöð ákváðu í sameiningu að færa öllum nemendum Höfðaskóla eintak af bókinni að gjöf.
Gefendur vilja með þessu hvetja til bóklestrar og skapandi skrifa. Þorgrímur mætti í skólann mánudaginn
15. desember, las upp úr bókinn og áritaði auk þess sem hann ræddi við eldri nemendur um gildi frumkvæðis og ábyrgðar á eigin lífi.
Gefendur, í samstarfi við Höfðaskóla, stefna að því á nýju ári að koma á smásagnasamkeppni innan skólans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.