Námskeiðum vorannar óðum að ljúka

Segja má að nokkurs konar vorstemning ríki í Farskólanum þessa dagana, enda þótt vetur konungur virðist ekki  alveg tilbúinn að kveðja.

Í síðustu viku lauk nokkrum námskeiðum sem staðið hafa yfir á vorönn: Tölvur 60+, Fagnámskeið - sérnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu, sem er framhald af námskeiði sem haldið var á haustönn og Færni í ferðaþjónustu, 60 kest námskeið fyrir aðila innan ferðaþjónustunnar.

Þá voru nýlega haldin 3 námskeið í silfursmíði, ýmist sem dag- eða helgarnámskeið. Komust þar færri að en vildu og verður reynt að bjóða fleiri námskeið í silfursmíði með vorinu.

Jafnframt er verið að undirbúa nokkurs konar örnámskeið fyrir sumarstarfsfólk innan ferðaþjónustunnar og verður það auglýst þegar línur skýrast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir