Lóuþrælar á Íslendingahátíð

Á sunnudaginn var frjáls dagur hjá Lóuþrælunum í Winnipeg og notaði fólk tækifærið og fór í verslunarferðir, siglingu, skoðaði söfn, fór í sund og margt annað sem telst til skemmtunar.

Í gær var svo stóri dagurinn þar sem kórinn söng á Íslendingadeginum í Gimli en sungið var, bæði á einhverskonar vagni í skrúðgöngu/skrúðkeyrslu og svo á stóru sviði.

Veðrið hefur leikið við kórinn hvert sem hann fer og mikið er búið að skoða og mikið sungið.

Hægt er að sjá skemmtilegar bloggfærslur Lóuþrælanna HÉR

Fleiri fréttir