Listaflóð á Vígaslóð

Menningarhátíðin Listaflóð á Vígaslóð var haldin um helgina og var boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá.

Hátíðin hófst með kvöldvöku í Kakalaskála á föstudagskvöldið þar sem hinir ýmsu skemmtikraftar stigu á stokk. Laugardagurinn hófst svo með hádegistónleikum í Miklabæjarkirkju með BAK tríóinu og Pétri. Eftir það var farið í göngutúr með Sigurði Hansen á Haugnesgrundir og síðan hófst fjölskylduhátíðin “sunnan við garðinn hennar mömmu” á Syðstu-Grund. Þar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá með leikjum, lifandi tónlist, handverkum og hugverkum.

Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Feykis á fjölskylduhátíðinni “sunnan við garðinn hennar mömmu” á Syðstu-Grund á laugardeginum.

.

Fleiri fréttir