Körfuboltaæfingar á vegum KKÍ á Sauðárkróki
Næstkomandi miðvikudag, þann 6. júlí, mun þeir Martin Hermanns, Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson, standa fyrir körfuknattleiksæfingu fyrir krakka og unglinga á vegum KKÍ. Kallast verkefnið Körfuboltasumarið 2016 og er það styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe.
Dagurinn byrjar á opinni æfingu frá klukkan 12.00 til 14.00 og eru allir velkomnir. Í framhaldinu er æfing fyrir fyrsta til fimmta bekk frá klukkan 14:00 til 15:30 og önnur fyrir sjötta bekk og eldri frá klukkan 15:30 til 17:00.
Tindastóll hvetur
Við hvetjum alla til þess að mæta á þessa æfingu og læra af þessum snillingum.
Fólk má endilega láta vita ef að þeirra börn ætla að mæta svo að við sjáum ca fjöldann og endilega láta þetta berast því það eru allir velkomnir.
Æfingarnar fara fram í Íþróttahúsi Sauðárkróks og hvetur Tindastóll alla sem áhuga hafa til að mæta en foreldrar eru beðnir um að láta vita ef börn þeirra vilji mæta svo hægt sé að sjá nokkurnveginn hversu margir mæti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.