Háskólasetur stofnað á Blönduósi

Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, skrifuðu í gær undir samkomulag um uppbyggingu háskólaseturs á Blönduósi. Skúli Skúlason sagði við þetta tækifæri að Hólaskóli hefði hug á að einbeita sér í auknu mæli að uppbyggingu fræðasetra á landsbyggðinni.

 

 

Tilgangur háskólasetursins er að nýta aðstæður og svæðisbundna sérstöðu á Blönduósi og í Húnavatnssýslum til þess að efla fræðastarf og rannsóknir á forsendum staðbundinna auðlinda og í samstarfi við heimamenn. Markmið setursins er tvíþætt í frysta lagið að stunda annars vegar rannsóknir og fræðslu á sviði strandmenningar og hafíss á Norðurlandi og hins vega að stunda rannsóknir og fræðslu á sviði textílfræða. Í öðru lagi að styðja við uppbyggingu hvers kyns rannsókna- og fræðslustarfa á svæðinu sem og á landsvísu og alþjóðlega.

 

Menntamálaráðuneytið leggur til árlega styrk til Blönduósbæjar að upphæð 17. milljónir króna á forsendum Norðvesturnefndar sem svaraði á vegu forsætisráðuneytis árið 2008. Er þetta fjármagn lagt til stofnkostnaðar og reksturs setursins. Háskólinn á Hólum mun ráða tvo sérfræðinga annars vegar á sviði strandmenningar og Hafíss og hins vegar á sviði textílfræða og íslensks heimilisiðnaðar. Verða sérfræðingarnir hluti af stafsliði ferðamáladeildar Hóla með aðsetur á Blönduósi en aðstaða setursins verður í Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem undirritunin fór fram í gær.

Fleiri fréttir