Gwen spilar sinn síðasta leik með Stólastúlkum í dag

Gwen í leik gegn liði Vals síaðstliðið sumar. Frábær leikmaður sem hefur staðið sig frábærlega með liði Tindastóls. MYND: ÓAB
Gwen í leik gegn liði Vals síaðstliðið sumar. Frábær leikmaður sem hefur staðið sig frábærlega með liði Tindastóls. MYND: ÓAB

Það er spilað í Bestu deild kvenna á Króknum í dag en þá tekur lið Tindastóls á móti Sjtörnunni í afar mikilvægum leik í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 16.15 og það er frítt á völlinn í boði Steypustöðvar Skagafjarðar. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna og nota tækifærið til að kveðja þýska varnarjaxl liðsins, Gwen Mummert, en hún yfirgefur Stólastúlkur þar sem henni hefur borist spennandi tækifæri um að spila í sterkari deild.

Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls segir: „Fyrir kepnistímabilið í Bestu deildinni árið 2023 barst Tindastól liðstyrkur frá hinni þýsku Gwen Mummert. Gwen hefur verið einn af mikilvægustu hlekkjum í liði Tindastóls og sýnt það og sannað, bæði innan vallar og utan, að hún eigi heima á enn stærra sviði. Nú hefur kallið komið - Gwen kveður því herbúðir Tindastóls eftir leikinn í dag en hún hefur fengið tilboð frá liði í einni af stærstu deildum Evrópu.“ Tæklingin gegn Keflavík um daginn hefði sennilega ein og sér vakið áhuga stærri liða en Tindastóls.

Í tilkynningunni segir að í stað Gwen muni Maria del Mar Mazuecos spila með liðinu út keppnistímabilið. „Mar er spænskættuð og hefur spilað með liði Europa í næstefstu deild Spánar. Mar er örfætt og getur leyst stöður vinstri bakvarðar og hafsents.

Það óska eflaust allir stuðningsmenn Tindastóls Gwen góðs gengis á nýjum stað og bjóða Mar velkomna á Sauðárkrók.

- - - - - -
Viðtal Feykis við Gwen frá í fyrrasumar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir