Gæran fór vel af stað í ár

Gæran hófst í gær með sólóistakvöldi á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki. Listamennirnir Gillon, Soffía Björg og Ösp Eldjárn, Óskar Harðar, Fríða Dís, Rafaella og J.O.N. spiluðu fyrir fullu húsi og er óhætt að segja að Gæran fari mjög vel af stað í ár.

Í kvöld verða tónleikarnir á aðalsvæði hátíðarinnar í húsakynnum Loðskins. Fram koma hljómsveitirnar Sometime, Stafrænn Hákon, Jónas Sig, Alchemia, Contalgen Funeral, Ultra-Mega Technobandið Stefán, Steinsmiðjan, Bellstop, Dusty Miller, Úlfur Úlfur og The Royal Slaves.

Þess má einnig geta að dregið verður úr happdrætti Gærunnar á laugardagskvöldið, en Arkham Inks mun í samstarfi við Gæruna gefa sigurvegaranum húðflúr að verðmæti 30 þúsund krónur að eigin vali. Hægt verður að kaupa miða við inngang tónleikanna í kvöld og annaðkvöld.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir