Fyrirhuguð stækkun Hlíðarendavallar
Nýlega var samþykkt deiliskipulag þar sem fram kemur að stækka eigi Hlíðarendavöll. Lengi hafa kylfingar sem nýta sér völlinn haft orð á því að gaman væri að stækka völlinn.
Nú virðist stækkun vallarins loks færast nær því samkvæmt Sigríði Svavarsdóttir, formanns GSS, er stækkun upp í 12 holu völl á teikniborðinu.
Samkvæmt Sigríði eru nýliðanámskeið seinustu tvö ár gríðarlega vel sótt og hafa á þeim tíma yfir 60 manns nýtt sér það námskeið, sem svo hefur skilað sér í aukningu meðlima í golfklúbbnum en hann hefur blásið út um rúm 60% á seinustu þremur árum og mun með áframhaldandi fyrirmyndar starfi stjórnar GSS og Guðmundar Árnasonar, vallarstjóra, líklega halda áfram að vaxa hratt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.