Enn er möguleiki að sjá Fegrunarmörk í Hillebrandtshúsi

Frá sýningunni Fegrunarmörk sem haldin er á Blönduósi. AÐSEND MYND
Frá sýningunni Fegrunarmörk sem haldin er á Blönduósi. AÐSEND MYND

Um síðustu helgi var opnuð sýningin Fegrunarmörk í Hillebrandtshúsi á Blönduósi. Á sýningunni eru verk frá listafólki af svæðinu sem deila sýn sinni á mannlega fegurð. Yfir 40 manns mættu á opnunardaginn, nutu léttra veitinga og tóku þátt í að skapa lifandi myndverk á staðnum, afrakstur þess má sjá á sýningunni!

Sýningin verður opin alla daga fram til laugardagsins 23. mars, kl. 16-18. Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til að mæta og styðja við fjölbreytt menningarlíf í héraði.

Semsagt; opið föstudag og laugardag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir