Davíð á leið á Ólympíuleika

Mynd: FNV.isDavíð Örn Þorsteinsson, nemandi FNV, var valinn í 5 manna lið Íslands sem keppir á Ólympíuleikunum í  eðlisfræði í Mexíkó í sumar.  Keppnin fer fram 12.-19. júlí í borginni Merida.

Boðið er upp á  þjálfun fyrir keppendur í Háskóla Íslands alla virka daga frá 3. júní til 7. júlí.
Leiðbeinendur verða úr röðum kennara HÍ, kennara framhaldsskólastigsins og nemendur í eðlisfræðinámi. Miðað er við að þjálfunin verði sem líkust því sem hún hefur verið undanfarin ár en þá hefur fræðileg eðlisfræði verið kynnt með fyrirlestrum á morgnana og leiðbeinendur hafa sett fyrir dæmi til þjálfunar sem keppendurnir hafa reiknað með aðstoð hinna í keppnisliðinu. Sérstakir þjálfunartímar hafa verið helgaðir gömlum keppnisdæmum og að jafnaði verða tveir eftirmiðdagar í viku notaðir í verklega eðlisfræði. Feykir.is óskar Davíð og FNV til hamingju með frábæran árangur.

Fleiri fréttir