Bræðurnir snúa bökum saman

Ragnar og Viðar verða báðir með Stólunum í vetur. MYND AF FB-SÍÐU TINDASTÓLS
Ragnar og Viðar verða báðir með Stólunum í vetur. MYND AF FB-SÍÐU TINDASTÓLS

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimamennina og bræðurna Viðar Ágústsson og Ragnar Ágústsson. Viðar, sem hefur alla tíð spilað með liði Tindastóls, skrifar undir þriggja ára samning og yngri bróðir hans, Ragnar, sem hefur spilað með liði Þórs á Akureyri síðustu misserin, skrifaði undir til tveggja ára.

Tindastólsmenn þekkja vel til Viðars og hans framlags en hann hefur spilað með meistaraflokki Tindastóls frá því 2014. Viðar er 26 ára og hefur spilað um 280 leiki með liðinu.

Ragnari, sem er tvítugur, spilaði síðast leik fyrir Tindastól tímabilið 2018-19, er hann á 23 leiki með meistaraflokki Tindastóls. Hann lék með liði Þórs 2017-2018, tók svo tímabil á Króknum, en skipti síðan á ný norður og fékk mikinn spiltíma á Akureyri, bæði í 1. deild og úrvalsdeildinni, og mætir því til leiks reynslunni ríkari. Í fyrra var Ragnar valinn íþróttakarl Þórs sem var sannarlega mikill heiður hjá stórum klúbbi. Hann spilaði alla leiki Þórs síðustu tvö tímabil og endaði með 8,5 stig að meðaltali síðasta vetur

Það eru örugglega margir stuðningsmenn Stólanna, ef ekki allir, sem taka undir með körfuknattleiksdeildinni að það er tilhlökkum að sjá þá bræður snúa bökum saman í treyjum Tindastóls næstu árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir