Bollu-, sprengi-, og öskudagur á næstunni

Langafastan byrjar miðvikudaginn 25. febrúar í ár með öskudeginum og þá má ekki borða kjöt næstu sjö vikurnar fram að páskum samkvæmt kaþólskum sið. Dagarnir tveir á undan eru því notaðir til að belgja sig út af gómsætum bollum og saltkjöti og baunum.

Bolludagur er mánudagur á tímabilinu 2. febrúar og 8. mars, þ.e 7 vikur fyrir páska. Flengingar og bolluát bárust til Íslands á 19. öld og virðast danskir og norskir bakarar hafa átt hlut að máli. Bolludagur er hins vegar talið vera íslenskt heiti á deginum.

Í Sauðárkróksbakaríi hafa menn staðið vaktina þessa viku við að undirbúa bolludaginn og til þess að hafa þetta allt eftir ítrustu gæðum eru einmitt norski og danski bakararnir hjá Sauðárkróksbakaríi settir í þetta vandaverk.
Róbert yfirbakari segir að allt sé ekta í bollunum og það sem er mikilvægast þá er rjóminn ekta, enginn gervirjómi. Aðspurður hversu margar tegundir verða í boði sagði Róbert þær vera um 10. –Bollurnar eru komnar í sölu og um að gera fyrir fólk að koma og smakka. Svo er líka hægt að kaupa vatnsdeigsbollur sem ekki er búið að fylla, tilvalið fyrir pör á konudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir