Bíll út af í Blönduhlíð
feykir.is
Skagafjörður
20.07.2010
kl. 09.54
Í gærmorgun lenti húsbíll út af vegi í Blönduhlíðinni og stakkst á trýnið í moldarbarð. Tveir voru í bílnum, fullorðinn maður og ungur drengur.
Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki slasaðist sá eldri og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri.
Mikil umferð hefur verið á þjóðvegum landsins undanfarið en að sögn lögreglunnar hefur umferð gengið vel og ökumenn stillt ökuhraðanum í hóf.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.