Skáknámskeið fyrir 6-15 ára krakka í Húnabyggð 18. og 19. nóvember
Húnabyggð stendur fyrir skáknámskeiði helgina 18. og 19. nóvember fyrir krakka á aldrinum 6-15 ára. Allir krakkar, ekki bara úr Húnabyggð, eru velkomnir á þetta námskeið svo lengi sem það er pláss og kostar 5000 kr. Skráning fer fram með því að senda nafn og aldur þátttakanda á netfangið kristin@hunabyggd.is fyrir morgundaginn, þriðjudaginn 14. nóvember.
Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna í skák. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama krakka, en æskilegt er að kunna mannganginn. Kennt verður í Húnaskóla og eru aðeins 20 pláss í hvorum aldursflokki og skiptist þannig að 1.-4. bekkur er laugardag og sunnudag frá kl. 10-13 og 5.-10. bekkur er laugardag og sunnudag frá kl. 13:30-16:30.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.