Íbúafundur vegna deiliskipulagslýsingar fyrir gamla bæinn og Klifamýri á Blönduósi

Blönduós.
Blönduós.

Fimmtudaginn 5. september verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:00-19:00. Á fundinum verða megin áherslur deiliskipulagslýsingar gamla bæjarins og Klifamýrar kynnt. Búið er að senda út deiliskipulagslýsinguna og þegar hafa borist ábendingar frá íbúum og eigendum eigna á svæðinu.

Í tilkynningu á vef Húnabyggðar segir að fundurinn sé liður í því að upplýsa alla íbúa Húnabyggðar um fyrrnefndar áherslur og veita frekari upplýsingar og safna saman hugmyndum og ábendingum áður en frekari vinna við deiliskipulagið heldur áfram.

Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir