Gjöf allra landsmanna mætt í Húnabyggð og Húnaþing vestra

Í tilefni af því að Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum þann 17. júní 1944 og fagnar því 80 ára afmæli á árinu ákvað forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, að gefa út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, sem verður gjöf til landsmanna og dreift um allt land fyrir 17. júní. Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu hennar og tilurð sem þjóðartákns og ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947, ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru m.a. þýðingar á ensku og pólsku.

Á fréttasíðunni huni.is segir að bókin bíði íbúa Húnabyggðar í afgreiðslu Héraðsbókasafns A-Hún. við Hnjúkabyggð 30 en í Húnaþingi vestra má nálgast bókina á Bóka- og héraðsskjalasafni Húnaþings vestra á Höfðabraut 6 Hvammstanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir