Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Blessuð sértu sveitin mín | Gísli og Þuríður kíktu á tónleika í Miðgarði
Hann var þétt setinn salurinn í Menningarhúsinu Miðgarði föstudagskvöldið 24. október. Þar komu fram á tónleikum Óskar Pétursson, Karlakórinn Heimir og sönghópur frá eða tengdur Álftagerði. Margar perlur voru fluttar sem féllu áheyrendum greinilega vel í geð.
-
Íslenskar þjóðsögur gæddar lífi á hrekkjavöku í Glaumbæ
Það var heldur betur líf og fjör í Glaumbæ föstudagskvöldið 31. október þegar Byggðasafn Skagfirðinga hélt upp á hrekkjavöku í fimmta sinn. Um tvö hundruð gestir á öllum aldri lögðu leið sína á safnið og skemmtu sér skelfilega vel við að skoða skuggalegt safnsvæðið. -
Fagþing hrossaræktarinnar í Hafnarfirði á föstudag
Fagþing hrossaræktarinnar fer fram föstudaginn 7. nóvember klukkan 13 í Reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum Feykis er fagþingið fundur deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands en allir tengdir hrossarækt eru velkomnir. Á fundinum gefst tækifæri til að hafa áhrif á starfið í deildinni og koma að stefnumótun í málefnum hrossaræktarinnar. -
Kvennaár 2025 | Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar
Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi. -
Vilja neita Orkusölunni um rannsóknarleyfi
Í frétt á Húnahorninu segir að umhverfisnefnd Húnabyggðar leggi til að beiðni Orkusölunnar um rannsóknarleyfi vegna vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár verði hafnað. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar frá því á mánudag en þá tók hún til umsagnar erindi frá Umhverfis- og orkustofnun um umsókn Orkusölunnar um rannsóknarleyfið.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Forsætisráðherra hafnaði beiðni SSNV um fund
Fram kemur í fundargerð stjórnar SSNV (Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) þann 3. nóvember sl. að forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, hefði hafnað beiðni samtakanna um fund með stjórn SSNV vegna alvarlegrar stöðu landshlutans og mögulegra aðgerða til að snúa neikvæðri þróun við. Stjórn SSNV hafði beðið um fund með valkyrjunum þremur en ekki hafa borist svör frá utanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra en forsætisráðuneytið benti aftur á móti á innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar vegna erindisins. -
Sjö verkefni styrkt af Samfélagssjóði KS
Tilkynnt var í gær á fundi á Kaffi Krók hvaða verkefni fá úthlutað úr Samfélagssjóði Kaupfélags Skagfirðinga en það er sérstök úthlutunarnefnd skipuð fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar og KS sem velja hvaða verkefni fá styrki. Alls skiptast styrkirnir að þessu sinni á milli sjö verkefna en hæsta framlagið rennur til uppsetningar á þremur rennibrautum í Sundlaug Sauðárkróks sem áætlað er að verði teknar í notkun fyrri part ársins 2026. Alls nema styrkirnir að þessu sinni rúmlega 84 milljónum króna. -
Fræðsludagur UMSS í Miðgarði þann 10. nóvember
Á heimasíðu UMSS segir að fræðsludagur UMSS 2025 verður haldinn í Miðgarði, Skagafirði þann 10. nóvember og hefst kl. 17:00. Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, USAH og USVH, þeirra deildum og nefndum, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludeginum. -
Færum ekki svo auðveldlega úr ESB | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ -
Skagafjörður auglýsir til leigu grunnskólann á Hólum
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Hólar Grunnskóli F2142800, 409 fermetra húsnæði ásamt íbúðarhluta sem er að auki 135 fermetrar, staðsett á Hólum í Hjaltadal Skagafirði. Húsnæðið var áður notað sem skólabygging og hentar því vel fyrir ýmsa starfsemi. -
Byggðaleið valin fyrir Holtavörðuheiðarlínu 3
Landsnet hefur ákveðið hvaða línuleið verði farin vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 en fara á svokallaða byggðaleið með áfangaskiptingu. Í frétt í Húnahorninu segir að áfangaskipting verði þannig útfærð að línan verði byggð í fyrsta áfanga frá Blöndu að Laxárvatni og tekin í rekstur þegar sá áfangi er tilbúinn, en í beinu framhaldi yrði línan byggð að tengivirki á Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Landsnet hefur sent til landeigenda á fyrirhugaðri línuleið.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Kvennaár 2025 | Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar
Vegna skrifa í leiðara Feykis þann 2. nóvember sl. þá er vert að minna á að nú, 50 árum eftir Kvennafrídaginn, búa konur enn við kynbundið ofbeldi og misrétti af ýmsu tagi. Í tölfræði og staðreyndum sem aðstandendur Kvennaverkfalls hafa tekið saman birtist grafalvarlegur veruleiki kvenna. Tilkynningum um kynbundið ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst, það er misrétti í verkaskiptingu á heimilum og hreyfingar sem ala á andúð gegn konum, hinsegin fólki og útlendingum er að skjóta rótum hér á landi.Meira -
Færum ekki svo auðveldlega úr ESB | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fyrir rúmu ári lét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nú forsætisráðherra, þau orð falla í hlaðvarpinu Chess After Dark að ekki yrði auðvelt að ganga úr Evrópusambandinu eftir að inn væri komið. Þá væri umsóknarferlið að sambandinu alls ekki einfalt. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“Meira -
Ós US: Vefnaður samfélags og sköpunar | Morgan Bresko skrifar
Sýning fór fram í Hillebrandtshúsi í Gamla bænum í Blönduósi og veitti gestum innsýn í skapandi samtal sem myndaðist þegar alþjóðlegir listamenn kynntu sér landslag, menningu og textílhefðir Íslands. Hver listamaður setti fram einstakt sjónarhorn og skoðaði hugtök eins og sjálfsmynd, ferli og stað í gegnum efni, vefnað og tilraunir með textíl.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Hápunkturinn að spila Blindsker með Bubba og Dimmu á Bræðslunni / ÁSKELL HEIÐAR
Lesa meiraÞað er ávallt viðburðaríkt hjá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, enda kappinn með fyrirtæki undir því nafni sem þeytir upp viðburðum af ýmsu tagi og oftar en ekki tónlistartengdum. Má þar til dæmis nefna Drangey Music Festival og svo er hann einn Bræðslubræðra. Heiðar er fæddur þegar hraun ran á Heimaey og uppalinn á Borgarfirði eystra, kom hingað á Sauðárkrók í fjölbrautaskóla, kynntist frábærri skagfirskri konu af úrvalsættum og er hér enn, fjórum dætrum síðar, eins og hann segir sjálfur.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 95: Jón Þór
Lesa meiraNafn: Jón Þór Bjarnason.
Árgangur: 1961.
Búseta: Reykjavík.
Fjölskylda: Fjögur frábær börn og kærasta.
Hverra manna ertu: Sonur Elsu Jónsdóttur og Bjarna Þórs Bjarnasonar.
Starf / nám: BA í Ferðamálafræði frá Hólum / Sjál...
