Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Næstflestar umsóknir bárust frá Norðurlandi vestra
Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Startup Landið, en umsóknarfresti lauk á miðnætti síðastliðinn sunnudag. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmiðið er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta vaxið og dafnað á landsbyggðinni.
-
Sjö af 22 löxum sem bárust Hafró reyndust vera eldislaxar
Húnahornið segir af því að samkvæmt sameiginlegri tilkynningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa, þá hafa samtals 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Þar af eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Miðfjarðará og Haukadalsá. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni. -
Sr. Gylfi Jónsson látinn
Sr. Gylfi Jónsson er látinn. Gylfi og Solveig Lára bjuggu á Hólastað þegar Solveig gengdi embætti vígslubiskups á Hólum á árunum 2012-2022. Gylfi starfaði í gamla Hofsóss- og Hólaprestakalli og var hægri hönd konu sinnar og mikill gleðigjafi hvar sem hann kom. Hann stjórnaði m.a söngstundum á dvalarheimilinu á Sauðárkróki allt upp í vikulega meðan hann bjó í Skagafirði. Það er margs að minnast og margs að sakna. -
Hátt í 200 Skagfirðingar mættir á EuroBasket
Íslenska landsliðið í körfubolta hefur staðið sig með ágætum á EuroBasket sem fram fer m.a. í Póllandi þessa dagana. Góðar frammistöður hafa þó ekki enn skilað langþráðum sigurleik á stórmóti. Réttlætiskennd Íslendinga var síðan stórlega misboðið á sunnudag þegar Ísland varð að lúffa fyrir vanhæfu dómaratríói sem virtist hafa það eina markmið að tryggja pólsku heimaliði sigurinn – sem þeim tókst því miður. Feykir hafði samband við Palla Friðriks sem er á staðnum auk hátt í 200 Skagfirðinga. -
Skorað á ríkisstjórnina að drífa í gang vinnu vegna verknámshúss FNV
Á síðasta fundi byggðarráðs Skagafjarðar lýstu fundarmenn yfir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fram kemur í fundargerð að samkvæmt upplýsingum virðist lítið að gerast í hönnun eða gerð útboðsgagna og vantar t.d. ennþá upplýsingar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum um stærð byggingareits og fleira til að unnt sé að ljúka gerð deiliskipulags fyrir framkvæmdina.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Vatnsdælurefillinn formlega afhentur
Vatnsdælurefillinn var afhentur formlega til samfélagsins í Húnabyggð að viðstöddu fjölmenni í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sl. föstudag. Verkefnið hófst fyrir rúmlega 13 árum og því lauk í lok nóvember á síðasta ári. -
Margt um manninn og mikið fjör
Sveitasæla Skagafjarðar sem fram fór sl. laugardag 30. ágúst gekk eins og í sögu. Hanna Kristín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra setti hátíðina og Sigfús Ingi Sigfússon sveitastjóri Skagafjarðar ávarpaði einnig gesti. Sæþór Már mætti með gítarinn og hélt uppi stuðinu. -
Fáir sólargeislar þessa vikuna
Það er ekki útlit fyrir að okkur hér norðvestanlands verði úthlutað mörgum sólargeislum þessa vikuna. Það er nokkur haustbragur á veðurspánni en alla jafna er spáð hita á bilinu 8-12 stigum yfir daginn en ekki viðumst við fara varhluta af úrkomu í byrjun september. Sem er ágætt fyrir þá sem trassa að vökva blómin. -
Sögur úr Skagafirði í Kakalaskála á laugardaginn
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal. -
Verðlaun afhent á Brúnastöðum
Í maí á þessu ári fengu þau Hjördís og Jóhannes bændur á Brúnastöðum í Fljótum landbúnaðarverðlaunin sem veitt eru af atvinnuvegaráðuneytinu fyrir góðan búrekstur og nýsköpun í landbúnaði. Reyndar var það svo að verðlaunagripurinn, Biðukollan, var ekki tilbúinn en Hanna Katrín Friðriksdóttir ráðherra gerði sér ferð í Brúnastaði núna á laugardaginn eftir að hún hafði sett Sveitasælu, landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki. -
Bilun í brunni í Hegrabraut
Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum kemur fram að heitavatnslaust verður á Víðigrund, Smáragrund, Hólaveg að Öldustíg, Hólmagrund, Fornós, Öldustíg og hluta af mjólkursamlagi KS frá kl. 16:00 - 18:00 í dag vegna bilunar í brunni í Hegrabraut.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Sögur úr Skagafirði í Kakalaskála á laugardaginn
Laugardaginn 6. september, kl. 14, verður haldið Kakalaþing í Kakalaskála í Blönduhlíð. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Sögur úr Skagafirði. Fjallað verður um dagbækur Sveins Pálssonar landlæknis, ævisögu Bíbíar í Berlín, dulsmál í Borgargerði og Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.Meira -
Listakonan Gyða Jónsdóttir frá Sauðárkróki
Út er komin falleg bók til að heiðra minningu Gyðu Jónsdóttur. Gyða fæddist á Sauðárkróki 4. ágúst árið 1924. Foreldrar hennar voru Geirlaug Jóhannesdóttir og Jón Þorbjargarson Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki en hann var frá Veðramótum á Skörðum, af hinni kunnu Veðramótaætt. Það er Stefán S. Guðjónsson tengdasonur Gyðu sem stendur að útgáfu bókarinnar.Meira -
Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi
Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Langar að sýna konunni hve mikill snillingur Tom Waits er / ÆGIR ÁSBJÖRNS
Fjöllistamaðurinn Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson er Króksari, fæddur árið 1963, ólst upp á Hólmagrundinni en býr nú á Suðurgötu 10. Óhætt er að segja að Ægir sé fjöllistamaður af Guðs náð en auk þess að rækta myndlistina leikur hann á gítar, ukulele og hljómborð en einnig er hann liðtækur söngvari.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 120: Íris Olga
Nafn: Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Árgangur: 1968.
Fjölskylduhagir: Bý með Einari Gunnarssyni, við eigum þrjú börn, erum líka hlutaðeigendur í fjórða barni.
Búseta: Flatatungu, Akrahrepp.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Lúðvík Baldursson, Bíldælingur, var faðir minn, Ida Haralds Patreksfirðingur er móðir mín. Ég ólst upp m.a. í Reykjavík, Reykjadal, á Sauðárkrók, í Keflavík og Bandaríkjunum. Svavar Jóseps og Baddý Sig sem er móðursystir mín, ólu mig að hluta til upp og útskýrir það heilmargt í mínu fari.