Það stendur mikið til í Glaumbæ sunnudaginn 30. nóvember en þá bryddar starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga upp á Rökkurgöngu og notalegri samveru í gamla bænum. Félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni og þjóðháttafélaginu Handraðanum taka þátt í að skapa jólastemningu.
Nýju kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stólnum, var dreift í hús á Sauðárkróki í gær. Blaðið er í hefðbundnu A5 broti og hlaðið myndum, viðtölum og umfjöllunum eins og vanalega en Stóllinn hefur komið út reglulega síðan árið 2018.
Nes listamiðstöð á Skagaströnd hefur auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri listamiðstöðvarinnar, þar á meðal markaðs- og kynningarstarfi, fjármálum, gerð styrkumsókna og skipulagningu viðburða. Forstöðumaður starfar náið með verkefnastjóra, sem sér um dagleg samskipti við listamennina sem dvelja í Nesi, og vinnur jafnframt með stjórn félagsins að stefnumótun og áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar.
Það segir frá því á heimasíðu Varmahlíðarskóla að á haustdögum efndi Mjólkursamsalan (MS) til ljóðasamkeppni meðal nemenda 8.-10.bekkja grunnskóla landsins. „Álitleg ljóð voru valin til prentunar á mjólkurfernum, eftir að jólamjólkurfernurnar fjara út. Nemendur Varmahlíðarskóla voru hvattir til þátttöku - og niðurstaða þess varð sú að Edda Björg Einarsdóttir frá Syðra-Skörðugili var valin ásamt 47 öðrum nemendum víðs vegar af landinu til að fá ljóð sitt birt á mjólkurfernu,“ segir í fréttinni.
Út var að koma bókin Langt var róið og þungur sjór: líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra. Hún er gefin út í tilefni af 80 ára afmæli Njarðar, sem var 4. apríl síðastliðinn og fjallar um 24 hákarlaskip á 19. öld og tvö þorskveiðiskip, sem flest voru smíðuð og gerð út í Fljótum í Skagafirði, en sviðið nær þó að hluta einnig að austanverðum Eyjafirði, og vestar, að Skagaströnd. Höfundur er Sigurður Ægisson.
Fyrsta aðventuhelgin er framundan og dagarnir fram að jólum hafa oft tilhneygingu til að vera ansi annasamir. Komandi helgi er engin undantekning á því og nóg um að vera, fyrst ber að nefna árlegt jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks nk. laugardag 29. nóvember.
Það voru glöð börn sem mættu í nýja leikskólann í Varmahlíð í morgun sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu í ansi mörg ár. Leikskólinn er 540 fermetrar að stærð með tengibyggingu og lóðin er um 20.000 fermetrar.
Það er gert ráð fyrir stilltu veðri í dag á Norðurlandi vestra, hita um eða rétt undir frostmarki og vindur frá 1-4 m/sek. Á morgun, fimmtudag, hvessir talsvert af norðaustan á landinu en síst þó hér Norðanlands. Talsverður norðanstrekkingur verður á svæðinu á föstudag en dregur úr þegar líður á daginn. Um helgina er spáð rólegu veðri en allt að 15 stiga frosti á laugardaginn og því vissara að fara að grafa upp þær síðu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur oft á liðnum mánuðum fjallað um rekstur og stöðu sorpmála í Skagafirði. Bæði vegna þess að málaflokkurinn er stór, en einnig vegna mikilla breytinga sem gerðar voru á sorpsöfnunarkerfinu í Skagafirði, eftir að Alþingi breytti lögum um meðhöndlun úrgangs. Í kjölfar leiðbeinandi könnunar meðal íbúa í dreifbýli í júlí 2022, var ákveðið af sveitarstjórn að sorp skyldi sótt á öll heimili í Skagafirði frá og með áramótum 2023.
Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Einnig var haldin vinnustofa á Borðeyri í lok ágúst þar sem saman komu kjörnir fulltrúar, fulltrúar í nefndum og ráðum, embættismenn og forstöðumenn einstakra sviða og stofnana beggja sveitarfélaga auk fulltrúa menningarlífs og atvinnulífs.
Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur oft á liðnum mánuðum fjallað um rekstur og stöðu sorpmála í Skagafirði. Bæði vegna þess að málaflokkurinn er stór, en einnig vegna mikilla breytinga sem gerðar voru á sorpsöfnunarkerfinu í Skagafirði, eftir að Alþingi breytti lögum um meðhöndlun úrgangs. Í kjölfar leiðbeinandi könnunar meðal íbúa í dreifbýli í júlí 2022, var ákveðið af sveitarstjórn að sorp skyldi sótt á öll heimili í Skagafirði frá og með áramótum 2023.
Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Einnig var haldin vinnustofa á Borðeyri í lok ágúst þar sem saman komu kjörnir fulltrúar, fulltrúar í nefndum og ráðum, embættismenn og forstöðumenn einstakra sviða og stofnana beggja sveitarfélaga auk fulltrúa menningarlífs og atvinnulífs.
Fyrsta jólanámskeið Farskólans fyrir fatlað fólk var haldið í síðustu viku. Það var vel sótt og nutu kennarar og nemendur stundarinnar. Á þessu fyrsta jólanámskeiði lærðu nemendur að búa til fallega kertastjaka úr krukkum og ýmsu skrauti. Við leyfum myndunum að tala sínu máli. Þetta kemur fram í frétt frá Farskólanum.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Helstu tónlistarafrek: Vinna músíktilraunir 2009 með Bróðir Svartúlfs, spila í böndum eins og Fúsaleg Helgi, Contalgen Funeral, Multi Musica og fleirum. Taka upp og produsera nokkrar plötur. Einn af skipuleggjendum Tónlistarhátíðinni Gæran.
Í aðdraganda jólanna er skemmtilegt að búa til sínar eigin jólakræsingar til að njóta eða gefa. Tilvalið til að gera vel við vini og ættingja eða á sjálft jólaborðið með fjölskyldunni.
Laugardaginn 29. nóvember nk. býður Rótarýklúbbur
Sauðárkróks, til ókeypis fjölskyldu jólahlaðborðs
á milli kl. 12 og 14 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Við vonum að allir þeir sem voru með okkur síðast
mæti og nýjar fjölskyldur láti sjá sig.
Boðið er m.a. uppá forrétti, laufabrauð, hangikjöt, bayonneskinku
ásamt meðlæti og jóladrykk. Og allt er þetta ókeypis.
Hinsvegar er söfnunarkassi við innganginn þar sem gestum gefst
tækifæri til að láta eitthvað af hendi rakna til góðs málefnis.
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR
Hinn árlegi jólamarkaður er haldinn í Félagsheimili Hvammstanga rétt í upphafi aðventunnar, þann 29. nóvember 2025. Markaðurinn er opinn frá 12:00 - 17:00.
Húsfyllir af fallegum og í sumum tilfellum gómsætum vörum verða í boði, fullkomið tækifæri til þess að kaupa handunnið, einstakt og/eða sérstakt.
Kaffihúsið góða verður á sínum stað með vöfflur, heitt kakó, kaffi og fleira góðgæti á boðstólnum.
Komdu og njóttu notalegs og hátíðlegs jólamarkaðar í Hillebrandtshúsi í Gamla bænum á Blönduósi! Á laugardaginn verður húsið og svæðið í kring fullt af jólagleði þegar við fögnum jólunum saman.
Á markaðnum finnur þú handunna gjafavöru, handverk, bakstur og ljúffenga heimagerða rétti. Í gegnum daginn verður lifandi tónlist, söngur og skemmtileg heimsókn frá jólasveinunum, sem koma með gleði og jólastemningu. Þegar kvölda tekur hittumst við svo við fallega tendrun jólatrésins, einn af hápunktum dagsins.
Einnig verða fleiri viðburðir og uppákomur í Krutt, og verður dagskráin kynnt fljótlega.
Allir eru hjartanlega velkomnir að upplifa hlýjuna, sköpunargleðina og jólaandann í Gamla bænum – sjáumst á jólamarkaðnum í Hillebrandtshúsi!
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég átti æðislegt Lundby dúkkuhús og alls konar húsgögn og litla dúkkufjölskyldu sem bjó í því. Það var endalaust hægt að leika sér í þeirri veröld.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Raða í uppþvottavélina og brjóta saman þvott, engin spurning!