Það er óhætt að segja að veðrið hafa tekið minnsta kosti tvær U beygjur síðastliðna viku þegar það snögg hlýnaði og „vorleysingar“ komu með það látum. Jakahlaup varð í Vesturdalnum sem ekki hefur gerst í áratugi og Héraðsvötnin flæddu yfir og allt umkring. Sem er svo sem ekki að gerast í fyrsta skipti en magnið var óvanalega mikið að þessu sinni og fór svo að þau flæddu yfir þjóðveginn fyrir neðan bæinn Miðhús í Blönduhlíð. Feykir hafði samband við Guðrúnu Helgu bónda í Miðhúsum og tók púlsinn.
Matgæðingur vikunnar í tbl 42, 2023, var Telma Björk Gunnarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Halldóra Björk Pálmarsdóttir og Gunnar Ingi Gunnarsson. Telma á þrjú systkini þau Pálmar Inga, Bjarka Frey og Rakel Birtu og er hún elst af þeim. Telma vinnur á leikskólanum Ársölum.
Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Það er talsvert meira að frétta úr fótboltanum vestan Þverárfjalls en austan þess og svo mikið að gerast á Aðdáendasíðu Kormáks að þar vinna menn í akkorði. Þar hafa verið kynntir til sögunnar allir leikir sumarsins og sagt frá samningum við unga og efnilega knattspyrnumenn í hinu víðfema Húnaþingi. Í gær var síðan sagt frá því að markaskorarinn fílbeiníski, Ismael Sidebé, hafi endurnýjað samning sinn við lið Kormáks/Hvatar.
Þórhallur Ásmundsson, fyrrverandi ritstjóri Feykis til rúmra 16 ára, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þann 14. janúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvö uppkomin börn og þrjú fósturbörn ásamt barnabörnum og barnabarnabörnum. Starfsfólk Feykis sendir hlýjar kveðjur til fjölskyldu Þórhalls og vina.
Nemendur í 8.-10. bekk í Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Frelsi, föstudagskvöldið 17. janúar kl. 20:00. Verkið er eftir þá Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson , veislukaffi í skólanum er að sýningu lokinni og rétt er að taka fram að aðeins verður þessi eina sýning.
Það var norðlensk rimma í Síkinu í gærkvöldi þar sem lið Tindastóls tók á móti meistaraefnunum í liði Þórs frá Akureyri. Leikurinn var lengst af hnífjafn og æsispennandi en það var rétt í þriðja leikhluta sem gestirnir tóku völdin. Stólastúlkur svöruðu fyrir sig og komust yfir á ný á lokamínútunum en það voru gestirnir sem gerðu fimm síðustu stigin í leiknum og unnu því 80-83.
Sagt hefur verið frá því að aðfaranótt 15. janúar hafi í annað skiptið á stuttum tíma allt fjarskiptasamband rofnaði við Skagaströnd vegna strengslits á stofnstreng milli Skagastrandar og Blönduóss.
Matgæðingur vikunnar í tbl. 40, 2023, var Sara Kristjánsdóttir en hún flutti á Krókinn til kærasta síns Þorkels Stefánssonar, sérfræðings hjá Byggðastofnun. Sara vinnur á leikskólanum Ársölum og með vinnunni leggur hún nám á þroskaþjálfafræði. Í henni rennur skagfirskt blóð og kann hún því afar vel við sig í firðinum fagra.
Í dag fer fram fyrsti fundur í könnunarviðræðum þar sem skoðað verður hvort áhugi sé fyrir sameiningu sveitarfélaganna Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Sveitarfélögin eru í raun í sitt hvorum landshlutanum en liggja hvort að öðru; Dalabyggð heyrir undir Vesturland en Húnaþing Norðruland vestra. „Tilgangur könnunarviðræðna er að draga fram tækifæri og áskoranir sem í sameiningu felast,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, en Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Síma- og netsamband lá niðri á Skagaströnd frá miðnætti og fram undir morgun. Í frétt á RÚV segir að þetta sé í þriðja skiptið á rúmu ári sem ljósleiðarastrengur fer í sundur í leysingum í Hrafnsá. Bráðabirgðaviðgerð var gerð á strengnum í sams konar bilun í desember en í leysingum í gærkvöldi felldi klakastykki annan staurinn sem hélt ljósleiðarnum uppi við ána.
Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti. Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er haldið í Kópavogi og samhliða því er heil vika af spenn...
Nú þegar við siglum inn í nýja árið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og flýtur hugur þá oftar en ekki til æskuáranna, heim í Skagafjörðinn, þar sem landfestar lífs okkar margra eru sjálfsagt enn bundnar. Þegar ég hugsa til þessara tíma er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa alist upp í samfélagi sem ég fann að ég var partur af, með fólki sem veitti mér rými til þess að vera ég sjálf, á sama tíma og það gaf mér tækifæri til að efla mig, vaxa og rækta sem manneskju.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.
Nú er það Hannes Ingi Másson, körfuboltakappi og sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, sem leggst í svæðisvörn með Rabbið. Hann gladdi nýverið stuðningsmenn Tindastóls með því að draga fram körfuboltaskóna á ný eftir að hafa leyft þeim að rykfalla sjálft meistaratímabilið. Nesi er fæddur á því herrans ári 1996 en vinsælustu bíómyndirnar það árið voru Independence Day, ský-strókaþrillerinn Twister og fyrsta myndin í Mission Impossible seríunni. Já og Ólafur Ragnar Grímsson var það ár kjörinn forseti Íslands.
Að þessu sinni er það Inga Rós Suska Hauksdóttir sem svarar Tón-lystinni en hún er Blönduósingar, fædd 2006. Hún er því alveg 16 ára gömul og þegar farin að láta til sín taka músíkinni. Hún steig á stokk á Húnavöku nú í sumar við fínar undirtektir og söng sig inn í hjörtu viðstaddra við gítarundirleik Elvars Loga tónlistarkennara. Í haust stefnir Inga síðan á söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri og ætlar að stunda nám á sviðslistabraut við MA. „Ég er rosalega spennt fyrir því!“ sagði hún þegar blaðamaður Feykis lagði fyrir hana nokkrar spurningar í Facebook-skilaboðum í lok júlí.