Einn af fjölmörgum áhugaverðum viðburðum á Eldi í Húnaþingi er „Vatnsnes Trail Run” sem er utanvegahlaup í Húnaþingi vestra. Hlaupið fer fram á föstudaginn 25.7.
Boðið er upp á þrjár vegalengdir: 20+ km, 10km og fjölskylduhlaup. Í 10 km og 20+ km hlaupunum verður hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga fallega leið upp í Kirkjuhvamm og svo halda leiðirnar áfram upp fjallið. í 1,5 km fjölskylduhlaupinu er einnig hlaupið frá Félagsheimilinu á Hvammstanga. Skemmtilegur viðburður fyrir náttúruunnendur og hlaupara á öllum getustigum.
Sagt er frá því á vef Húnaþings vestra að nú á dögunum tóku nokkrir vaskir menn sig saman og smíðuðu palla á folf-völlinn á Hvammstanga. „Það er ánægjulegt að sjá svona frumkvæði hjá þessum óeigingjörnu sjálfboðaliðum. Sveitarfélagið færir öllum hlutaðeigandi sínar bestu þakkir,“ segir í fréttinni.
Opna Húnavökumót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi í samstarfi við Borealis fór fram laugardaginn 19. júlí í mildu veðri á Vatnahverfisvelli. Alls voru 27 keppendur skráðir til leiks og var ræst út stundvíslega kl. 10 af formanni klúbbsins, Eyþóri Franzsyni Wecher, og mótastjóra, Valgeiri M. Valgeirssyni. Leiknar voru 18 holur í punktakeppni með forgjöf í einum flokki.
Vegagerðin hefur ákveðið breytingar á framkvæmdum við Vatnsdalsveg. Upphaflega var áætlað að endurbyggja samtals 14,9 kílómetra kafla frá Hringvegi og suður að afleggjara að Undirfellsrétt en síðar var ákveðið að stytta framkvæmdakaflann niður í 13 kílómetra. Nú áformar Vegagerðin að kaflinn verði níu kílómetrar og er ástæðan sögð verða boð um niðurskurð hjá stofnuninni. Byggðarráð Húnabyggðar mótmælir þessari ákvörðun harðlega og krefst svara frá Vegagerðinni og ráðherra samgöngumála.
Í sumar hafa Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, verið á músíkkölsku ferðalagi. Parið hefur marga músíkfjöruna sopið, þau hafa flakkað um landið og flutt lög í stórum sölum og litlum kirkjum, fyrir fólk á öllum aldri á blíðviðriskvöldum og í óveðri. Núna er komið að Sauðárkrókskirkju í kvöld, 21. júlí, kl: 20:00.
Hér hefur göngu sína nýr þáttur í Feyki en hann nefnist: Sögur af mönnum og hestum. Umsjón hefur Hinrik Már. Það er Eiríkur Jónsson frá Dýrfinnustöðum, nú Óðalsbóndi í Svíþjóð, sem segir hér frá Frímanni á Syðri-Brekkum og hesti hans Stjarna.
Lið Kormáks/Hvatar fékk Austfirðinga í heimsókn á Blönduós í gærdag. Húnvetningar áttu harma að hefna eftir að lið KFA fór vægast sagt illa með gesti sína í fyrstu umferð 2. deildar og vann leikinn 8-1. Leikurinn í gær var um margt líkur fyrri leiknum nema nú voru liðsmenn KFA sem fóru hnípnir heim með skottið á milli lappanna eftir 5-1 tap.
Eins og Feykir hefur sagt frá áður þá fór góður hópur af húnvetnskum krökkum til Spánar að keppa í dansi og eru þau nýkomin heim úr þeirri ferð. Feykir hafði samband við eina úr hópnum, Íseyju Waage sem á heima í Skálholtsvík í Húnaþingi vestra og spurði hana út í þetta ævintýri.
Sigurdís Sandra Tryggvadóttir tónskáld, píanóleikari og söngkona verður með tvenna tónleika á Norðurlandi vestra á morgun, sunnudaginn 20. júlí. Hún hefur leik í Hóladómkirkju kl. 11:00 og drífur sig svo vestur á Blönduós þar sem hún spilar á sumartónleikum Heimiisiðnaðarsafnsins kl. 15:00 og slær þannig lokahöggið á Húnavöku.
Félagsfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar haldinn 18. júlí 2025 mótmælir harðlega stöðvun strandveiða 16. júlí sl. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta sé sjötta árið í röð sem ekki er leyft að veiða út ágúst eins og lög frá 2018 gera ráð fyrir.
Tindastóll og Ýmir mættust í Kórnum í Kópavogi í dag í 3. deildinni. Lið Tindastóls var í sjötta sæti með 17 stig en heimamenn voru næstneðstir með 11 stig. Nokkuð vantaði í leikmannahóp Stólanna sem voru aðeins með 14 menn á skýrslu en tveir lykilmenn eru staddir í Ameríkuhreppi með unga knattgæðinga af Norðurlandi vestra. Það for svo að heimamenn unnu leikinn 2-1.
Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.
Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir býr í Skógargötunni á Sauðárkróki en alin upp í Sunnuhvoli í Hofsósi. Silla er ljómandi góð söngkona sem hefur víða komið við en er kannski þekktust fyrir frammistöðu sína með eðalbandinu Contalgen Funeral. Auk þess að syngja grípur hún í skeiðar, greiður og jafnvel bein til gamans. Nú í Sæluvikunni er Sigurlaug Vordís í fylkingarbrjósti hópsins sem stendur fyrir uppsetningu á tónlistarveislunni Árið er í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Sannkölluð tónlistarveisla verður á fimmtudagskvöldinu á Eldi í Húnaþingi á Melló Músika, en þar koma heimamenn fram og flytja lög, hver á fætur öðrum. Mikil fjölbreytni er meðal tónlistarfólksins á svæðinu svo það finna eflaust flestir eitthvað við sitt hæfi á Melló. Sú nýbreytni er í ár að selt verður inn á Melló Músika og Ljótu hálfvitana saman. Eitt verð fyrir tvo viðburði. Verð 3.500 kr.
Bríet ætlar að ferðast um landið í sumar með vinum sínum Magnúsi Jóhanni og Bergi Einari og spila fyrir ykkur uppáhalds lögin ykkar og kynna fyrir ykkur glæný lög í leiðinni.
Utanvegahlaup í einstöku náttúrulegu umhverfi í Vatnsnesfjalli fyrir ofan Hvammstanga?
Boðið verður upp á 1,5 km fjölskylduhlaup (frítt), 10 km og 20 km leiðir.
? Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í KK og KVK flokkum. Útdráttarverðlaun.
? Félagsheimilið Hvammstanga
? Föstudagur 25. júlí 2025
Skráning er hafin: https://netskraning.is/vatnsnestrailrun/
Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 11. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Á Facebooksíðu Norðanpaunks er hægt að sjá nánar um hátíðina í ár.