Stólastúlkur fengu verðugt verkefni í kvöld þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Keflavíkur í Blue-höllina í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna. Stelpurnar okkar stóðu vel fyrir sínu en á lokamínútunum dró örlítið af liðinu og meistararnir mörðu sigur með einu stigi. Lokatölur 90-89,
Klukkan 18:10 í kvöld hefst fundur oddvita allra framboða í Norðvesturkjördæmi sem bjóða fram til kosninganna 30. nóvember nk. Þátturinn verður sendur út frá Ráðhúsi Akraneskaupstaðar en umfjölluninni stýra fréttamenn Ríkisútvarpsins, Freyr Gígja Gunnarsson og Gréta Sigríður Einarsdóttir. Allir oddvitar hafa boðað komu sína.
Menningarkvöld NFNV var haldið sl. föstudagskvöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mikill metnaður var settur í að gera kvöldið sem allra flottast. Ekki verður hægt að segja að veðrið hafi verið með nemendum í liði þetta kvöld, því veturinn skall á með látum og víða óveður og vetrarfæri sem setti þó ekki meira strik í reikninginn en það að rétt tæplega tvöhundruð manns létu veðrið ekki stoppa sig.
Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt.
Feykir sagði í fyrra frá því stórskemmtilega verkefni í Húnabyggð að byggja stiga upp á Skúlahól í Vatnsdalnum. Nú í byrjun september fauk stiginn, sem er kallaður Himnastiginn, hins vegar í sunnan hvassviðri og brotnaði en honum var fljótlega komið fyrir á ný. Nú fyrir helgi var bálhvasst í Vatnsdalnum og himnastiginn tók flugið á ný – mætti halda að hann sé í samkeppni við flugfélögin í áætlanarflugi.
Á Haustþingi SSNV var kynnt til sögunnar ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra og hún samþykkt af fundarmönnum. Feykir forvitnaðist um nýja sóknaráætlun hjá Katrínu M. Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV og byrjaði á því að spyrja hvað sóknaráætlun sé og hvernig hún gagnist svæðinu.
Norðvesturkjördæmi er víðfeðmt og aðstæður ólíkar eftir svæðum, legu og íbúafjölda. Um allt kjördæmi er heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir starf sitt og geislar af metnaði og fagmennsku. En það eru holur í heilbrigðiskerfinu í kjördæminu okkar líkt og í vegakerfinu og heilbrigðisþjónustuna þarf að reyna að jafna eftir megni þannig að íbúar og þeir sem á viðkomandi svæði dvelja um lengri eða skemmri tíma upplifi sig öruggari.
Héraðsbókasafn Austur-Húnavatnssýslu og Hið íslenska glæpafélag halda málþing um Birgittu Halldórsdóttur sem er einn afkastamesti og vinsælasti – glæpasagnahöfundur landsins. Málþingið fer fram laugardaginn 7. desember næstkomandi á veitingastaðnum Teni á Blönduósi klukkan 13-17. Erindi flytja Elva Rún Pétursdóttir, Árni Matthíasson pg Ævar Örn Jóseptsson og þá mun Birgitta lesa upp úr nýrri bók sinni og þá varður boðið upp á höfundaspjall með Birgittu.
Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálumþar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu.
Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar. Lýðheilsuvísar benda ekki til þess að íbúar í dreifbýli séu heilsubetri en höfuðborgarbúar. Nærtæk skýring á þessum mun er að kaupandi þjónustunnar, ríkið, lætur sig engu varða hvar þjónustan er veitt og hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík.
Það styttist í að JólaFeykir komi út og nú auglýsum við eftir mynd á forsíðu líkt og í fyrra. Ljósmyndarar þurfa að hafa snör handtök því það er aðeins vika til stefnu. Við leitum að mynd sem tengja má jólum, aðventu eða bara fallegri vetrarstemningu.
Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt.
Norðvesturkjördæmi er víðfeðmt og aðstæður ólíkar eftir svæðum, legu og íbúafjölda. Um allt kjördæmi er heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir starf sitt og geislar af metnaði og fagmennsku. En það eru holur í heilbrigðiskerfinu í kjördæminu okkar líkt og í vegakerfinu og heilbrigðisþjónustuna þarf að reyna að jafna eftir megni þannig að íbúar og þeir sem á viðkomandi svæði dvelja um lengri eða skemmri tíma upplifi sig öruggari.
Samfylkingin hélt 40 opna fundi með almenningi um land allt þar sem fjallað var um heilbrigðismál og annað eins með sérfræðingum og starfsfólki í greininni. Þessi vinna liggur til grundvallar plagginu Öruggu skref í heilbrigðismálumþar sem sett eru fram þjóðarmarkmið til að bæta kerfið. Lausnirnar felast fyrst og fremst í því að laga grunninn í kerfinu.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.
Egill Einarsson, einkaþjálfari, fjölmiðla- og tónlistarmaður, býr í Kópavogi og er fæddur í upphafi eitís. Hann á ættir að rekja í Skagafjörðinn og segir að það sé ekki langt síðan hann var á ættarmóti með Dýllurum á Sauðárkróki. Egill segist aðallega hafa verið að vinna með hljómborð, fiðlu og trompet á giggum undanfarið.