Sunnudaginn 12. október kl. 15 verður haldið málþing í Miðgarði í tilefni þess að 70 ár eru síðan fyrsta ljóðabók Hannesar Péturssonar kom út. Bókin heitir því yfirlætislausa nafni Kvæðabók og kom út árið 1955. Hún var gefin út í 1.000 eintökum í upphafi og þau eintök ruku út og það var prentað annað upplag í snatri en fjöldi þeirra eintaka var aldrei gefinn upp.
Það er Króksarinn Emelí-ana Lillý Guðbrandsdóttir sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið en hún er tvítug á árinu. Hún hefur næstum því jafn lengi verið fastagestur í sviðslistum í Skagafirði, leikið með leikfélaginu nánast frá því að hún fór að ganga og svo hefur hún auðvitað sungið eins og engill frá fyrstu tíð.
María Neves tók nýverið við starfi sem deildarstjóri þróunar, miðlunar og menningar hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Feykir hafði samband við Maríu og fékk aðeins að kynnast þessum nýja innflytjanda á Sauðárkróki. Hún var nefnilega innflutt frá Portúgal þegar hún var ungabarn eins og hún kemst sjálf að orði, alin upp á Vestfjörðum þar sem hún bjó til 16 ára aldurs. Suðvesturhornið tók síðan við af Vestfjörðunum þar sem hún bjó lengst af á Akranesi eða þangað til í fyrra þegar hún fékk frábært atvinnutækifæri á Akureyri. „Þá seldum við hjónin íbúðina okkar, settum búslóðina í kassa, allt upp í bíl og brunuðum norður.“ Frá Akureyri lá síðan leiðin á Sauðárkrók í lok apríl á þessu ári og líkar þeim vel.
„Ég er virkilega ánægð með hvernig liðið kom til baka eftir að lenda 3-1 undir, sýnir mikinn karakter og okkar réttu hlið að gefast aldrei upp!“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls við Feyki að loknu 3-3 jafntefli gegn bróðir hennar og liði Fram í Úlfarsárdalnum í dag.
Það er í raun alveg magnað en það eru í það minnsta átta ár síðan kvennalið Tindastóls spilaði leik í Íslandsmóti þar sem úrslitin skiptu ekki máli – annað hvort varðandi fall eða að vinna sér sæti í næstu deild fyrir ofan. Í það minnsta átta sumur þar sem það réðist ekki fyrr en í lokaumferðinni hvert hlutskipti liðsins væri. Ekki einn leikur fyrr en loksins í dag. Það má því taka ofan fyrir Stólastúlkum sem voru sannarlega mættar til að vinna lið Fram þó fall væri þegar staðreynd. Þær höfðu ekki sigur, lentu 3-1 undir en settu undir sig hausinn og jöfnuðu. Lokatölur 3-3.
„Við áttum flug á fimmtudagskvöld og þegar þetta er skrifað er laugardagskvöld og við í flugvél sem vonandi fer af stað,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls upp úr kl. 6 í kvöld en strákarnir urðu strandaglópar í Munchen í Þýskalandi á leið heim frá glæstum sigurleik í Bratislava í Slóvakíu en leikurinn var spilaður á miðvikudagskvöldið. Aðspurður hvað hægt var að eyða tímanum í í Munchen sagði Pétur liðið hafa tekið eina æfingu. „En annars var bara reynt að skoða aðeins hvað Munchen hefur uppá að bjóða,“ sagði fyrirliðinn.
Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar boðar til íbúafunda í Dalabúð í Búðardal þriðjudaginn 14. október kl. 17-19 og í Félagsheimilinu Hvammstanga 15. október kl. 17-19. Þá gefst íbúum sveitarfélaganna tækifæri til að hafa áhrif.
Sigurveig Dögg, kölluð Siva er frá Ökrum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Ísland sárið 1998, flutti þá á Sauðárkrók og var svo heppin að finna þar lífsförunaut sem heitir Jóhann Sigmarsson. Saman eiga þau unglingspiltinn Sigmar Þorra og heimili sem inniheldur takkaskó, bómullargarn, fótbolta, lopa, fótboltabúninga, útsaumsgarn, java, körfuboltaskó, saumavél, dómarabúninga, tvinna, keppnisbúninga, efni, fótboltasokka… og var búið að segja garn?
Er einhver ástæða til að rifja upp atburð sem gerðist fyrir 245 árum? Því má svara með annarri spurningu: Því ekki það? Fimm menn týndu lífi á Kili árið 1780. Örlög þeirra og eftirmál öll mörkuðu djúp spor hjá mörgum ættmennum þeirra allt fram til þessa dags.
Það er hægt að komast þannig að orði að það sé full vinna að fylgjast með Brúnastaðafjölskyldunni í Fljótum. Það er óhætt að segja að þar er nýsköpun, framkvæmdir og hugmyndaflæði aðeins meira en gengur og gerist annarsstaðar. Nýjasta afurðin frá Brúnastöðum er að líta dagsins ljós en það eru snafsar unnir úr geitamysu.
Það hefur verið minnst á það áður í leiðurum Feykis að leiðaraskrifin taka stundum á taugarnar enda vill það þannig til að þau eru með því síðasta sem skrifað er í blaðið hverju sinni. Sjálfur hef ég það vanalega á stefnuskránni að skrifa leiðarann helgina áður en blaðið kemur út en blaðið fer í prentun á mánudagseftirmiðdegi og ég hef ekki tíma til að skrifa leiðarann þá. Því er stefnan vanalega sú að klára þetta lítilræði við fyrsta tækifæri hverja helgi en það plan endar vanalega í einhverju stresskasti á sunnudagskvöldi
Sunnudaginn 12. október kl. 15 verður haldið málþing í Miðgarði í tilefni þess að 70 ár eru síðan fyrsta ljóðabók Hannesar Péturssonar kom út. Bókin heitir því yfirlætislausa nafni Kvæðabók og kom út árið 1955. Hún var gefin út í 1.000 eintökum í upphafi og þau eintök ruku út og það var prentað annað upplag í snatri en fjöldi þeirra eintaka var aldrei gefinn upp.
Er einhver ástæða til að rifja upp atburð sem gerðist fyrir 245 árum? Því má svara með annarri spurningu: Því ekki það? Fimm menn týndu lífi á Kili árið 1780. Örlög þeirra og eftirmál öll mörkuðu djúp spor hjá mörgum ættmennum þeirra allt fram til þessa dags.
Það hefur verið minnst á það áður í leiðurum Feykis að leiðaraskrifin taka stundum á taugarnar enda vill það þannig til að þau eru með því síðasta sem skrifað er í blaðið hverju sinni. Sjálfur hef ég það vanalega á stefnuskránni að skrifa leiðarann helgina áður en blaðið kemur út en blaðið fer í prentun á mánudagseftirmiðdegi og ég hef ekki tíma til að skrifa leiðarann þá. Því er stefnan vanalega sú að klára þetta lítilræði við fyrsta tækifæri hverja helgi en það plan endar vanalega í einhverju stresskasti á sunnudagskvöldi
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Skarphéðinn H. Einarsson á Húnabrautinni á Blönduósi starfar dagsdaglega sem skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húvetninga. Hann ólst upp á Blönduósi, sonur hjónanna Einars Guðlaugssonar frá Þverá og Ingibjargar Þ Jónsdóttur frás Sölvabakka. Skarphéðinn byrjaði að læra á gítar eftir fermingu, og síðar básúnu og trompet. 24 ára fór hann í blásarakennaradeild Tónlistarskóla Reykjarvíkur og útskrifaðist þaðan 1981.
Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar ætlar bjóða upp á námskeið í andlegum málum.
Leiðbeinandi verður Ómar Pétursson miðill.
Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur og hentar t.d. vel fyrir fólk sem hefur áhuga á að byrja að starfa með þróunarhóp en hefur litla eða enga reynslu af slíku starfi.
Hámark 10 þátttakendur.
Það þarf að vanda til verka þegar fjárfest er í húsnæði. Á þessu gagnlega námskeiði verður farið yfir fjármálahlið húsnæðiskaupa, frá því að safnað er fyrir útborgun að niðurgreiðslu lána.
Rithöfundurinn, Benný Sif Ísleifsdóttir, kemur til okkar á bókasafnið fimmtudagskvöldið 9. október kl. 20.og segir frá draumum og þrám sögupersóna sinna og les brot úr bókum sínum, sögulegum skáldsögum sem allar gerast úti á landi.