Það er ekki á hverjum degi sem það er heimsfrumsýning á leikverki í Miðgarði, allavega ekki á verki sem er samið af nemendum í 10. bekk. En það var gert á dögunum þegar nemendur 8.- 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla sýndu verkið Ógleymanleg martröð, þar var ekki á ferðinni einhver smásýning, heldur rétt tæplega tveggja tíma sýning sem sýnd var fyrir fullum sal.
Tindastólsmenn héldu til Keflavíkur í gær í kjölfarið á næsta auðveldum sigri gegn liði Njarðvíkur fyrir helgi, Þar gáfu Stólarnir engin grið en í gær fengu strákarnir okkar að finna fyrir eigin meðölum. Heimamenn leiddu með 17 stigum að loknum fyrsta leikhluta og þrátt fyrir nokkur áhlaup þá fór svo að lokum að heimamenn unnu leikinn með 17 stiga mun. Lokatölur 98-81.
B-listi Framsóknar og framfarasinna í Húnabyggð og Framsóknarfélag A-Hún. auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til að gefa kost á sér fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí næstkomandi.
Sveitarfélagið býður íbúum Skagafjarðar á áhugaverðan fyrirlestur föstudaginn 30. janúar kl. 17:00 í Húsi Frítímans á Sauðárkróki en þá mæta Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur tónlistarmaður og fjalla um félagslega einangrun. Auk þess munu þau taka samtal við fundargesti um bæði þær áskoranir og möguleika sem finnast í samfélaginu í Skagafirði.
Kjarnafæðimótið í knattspyrnu er enn í fullum gangi og um helgina léku Stólastúlkur við lið Völsungs frá Húsavík í Boganum á Akureyri. Í síðustu viku léku strákarnir aftur á móti við lið Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.
„Þetta er hlaðvarp sem ég er búinn að vera með á teikniborðinu nokkuð lengi, ég byrjaði að taka viðtöl sem áttu að fara inn í þetta árið 2022 en þau enduðu á dagskrá Rásar 2 í þáttum sem hétu Útihátíð. Ég ákvað síðan í haust að ýta þessu aftur af stað og fékk minn góða vin og kollega í Háskóla Íslands, Jakob Frímann Þorsteinsson, til að vera með mér í að koma þessu í gang,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, sem kennir Viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum, þegar Feykir spurði hann út nýtt hlaðvarp, Viðburðavarpið.
Feykir hafði nýverið samband við Aðdáendasíðu Kormáks og Hvatar, sem allt veit um ástand mála í herbúðum knattspyrnuliðs Húnvetninga, og hóf leik á að spyrja hvort lið Kormáks/Hvatar væri að spila einhverja æfingaleik í byrjun árs. „Húnvetningar eru á fullu við að undirbúa tímabilið, en æfingaleikir á þessum árstíma hafa aldrei verið mikið fyrir okkur. Sól Kormáks Hvatar rís í maí og allt fram að því er aukaatriði,“ var svarið.
Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra hélt sitt árlega þorrablót í Félagsheimilinu Hvammstanga í gær og þar var að sjálfsögðu allt upp á tíu. Nærri 120 manns komu þar saman og skemmtu sér konunglega.
Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Matgæðingar vikunnar í tbl. 32 - 2025 í Feyki voru Anna Icban og Þorgeir Freyr Sveinsson. Anna er fædd og uppalin á Filippseyjum og er frá höfuðborginni, Manila. Svo slysaðist hún á að hitta Þorgeir á stefnumótaforriti og nú býr hún í Reykjavík og vinnur á Alþingi. Þorgeir er fæddur og uppalinn í Skagafirði, í Akrahreppi, í eina fjölbýlishúsinu þar, þ.e. á Frostastöðum. Hann vinnur í Háskóla Íslands, nánar tiltekið á prófaskrifstofu háskólans.
Flutningskerfi raforku heldur samfélaginu gangandi. Það tryggir að heimili, fyrirtæki og stofnanir um allt land hafi öruggt aðgengi að rafmagni og þess vegna skiptir miklu máli að byggja kerfið upp og þróa áfram; það snýst um bæði orkuöryggi og öryggi þjóðarinnar. Núverandi byggðalína er komin til ára sinna og er flutningur raforku um hana háður miklum takmörkunum. Svigrúm til tengingar nýrra notenda eða framleiðslueininga er nánast ekkert.
Mér finnst einhvern veginn eins og þeir sem vilja að við göngum í Evrópusambandið ættu öðrum fremur að vera með það á hreinu hvers konar ferli fer í gang þegar ríki sækir um inngöngu í sambandið. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, er það hins vegar greinilega ekki. Nema hann tali gegn betri vitund. Í umræðum á Alþingi 20. janúar líkti hann því þannig við einfalt atvinnuviðtal. Upplýsingar um ferlið er víða að finna. Ekki sízt á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda má benda Grími á sérstakan upplýsingabækling sem sambandið hefur gefið út í þeim tilgangi að útskýra umsóknarferlið.
Miðflokkurinn heldur opinn fund með Sigmundi Davíð, Snorra Mássyni og Ingibjörgu Davíðsdóttur sunnudaginn 25. janúar í Ljósheimum. Fundurinn hefst kl. 14:00 þar sem fundarmönnum gefst færi á að ræða lands- og sveitarstjórnarmál við þingmennina. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar og hefur flokkurinn verið hvattur til að bjóða fram í Skagafirði.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Þóranna Ásdís Fjólmundsdóttir er alin upp í Austurgötunni á Hofsósi í stórum systkinahópi, fædd árið 2007, og bæði ættuð úr Deildardal í móðurætt og Unadal í föðurætt. Það má því segja að Þóranna sé orginal út að Austan. Pabbi hennar er Fjólmundur Karl Traustason og mamma Linda Rut Magnúsdóttir. Þóranna lærði á píanó frá sex ára aldri til tíu ára en þá tók þverflautan við og hefur hún leikið á hana síðan. Þóranna mælir með því að læra fyrst á píanó, upp á nótnalesturinn.
Lestrarstundir fyrir yngstu kynslóðina alla fimmtudaga kl. 16:30.
Lesefnið miðast við leikskólaaldur.
Öll velkomin, á öllum aldri, börn, foreldrar og aðrir aðstandendur.
Spilahittingur verður á bókasafninu fyrsta mánudag í hverjum mánuði í vetur.
Mikið úrval spila á staðnum en einnig er velkomið að mæta með eigin spil.
Öll velkomin og við hlökkum til að sjá sem flest!
Lestrarstundir fyrir yngstu kynslóðina alla fimmtudaga kl. 16:30.
Lesefnið miðast við leikskólaaldur.
Öll velkomin, á öllum aldri, börn, foreldrar og aðrir aðstandendur.
Þorrablót UMF Kormáks verður haldið í félagsheimilinu Hvammstanga laugardaginn 7. febrúar.
Þorramatur - skemmtiatriði - dúndur ball með Hvanndalsbræðrum
þetta getur ekki klikkað
18. ára aldurstakmark
miðaverð auglýst síðar