Mannlíf

Hrossin drógu mig í Skagafjörð

Þau eru mörg og margvísleg störfin sem þarf að sinna á blessaðir jarðarkringlunni okkar. Á Syðstu-Grund í Blöndhlíðinni í Skagafirði býr Hinrik Már Jónsson sem lýsir sjálfum sér sem rúmlega miðaldra hvítum karlmanni. Hinrik starfar i verslun Olís í Varmahlíð en ver einnig töluverðum tíma sem hestaíþróttadómari og gæðingadómari. Sem dómari þeytist hann um víðan völl og nú nýverið var hann við dómarastörf í Svíþjóð en annars hefur starfið dregið hann til starfa beggja vegna Atlantsála og að sjálfsögðu einnig á miðju Atlantshafinu, Íslandi. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Hinrik Má.
Meira

„Draumadróninn verður sá sem ég get setið í sjálfur“

Það má sennilega fullyrða að gamla góða myndavélin, jafnvel þó hún hafi öðlast stafrænar víddir, eigi dálítið undir högg að sækja þessi misserin. Ástæður þess eru að sjálfsögðu snjallsímarnir sem alltaf verða magnaðri myndavélar og síðan drónarnir sem hafa gefið ljósmyndurum alveg nýja vinkla á myndefnið og ótal aðra skemmtilega möguleika til að fanga viðfangsefnin. Einn þeirra sem hafa tileinkað sér nýjustu tækni og vísindi í þessum geira er Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi með svo ótal mörgu fleiru, á Molastöðum í Fljótum.
Meira

Heklar töskur úr plastpokum

Á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki býr Rakel Ágústsdóttir sem heklar töskur úr plastpokum. Blaðamaður hitti Rakel á herberginu hennar á deild 5 og spjallaði við hana um þessar ótrúlegu töskur sem hún er að búa til. Rakel er svo sannarlega ekki nýbyrjuð að hekla úr plasti en hún heklaði mottur og töskur fyrst þegar mjólkin var í plastpokum.
Meira

Vel sótt fræðsla fyrir eldri borgara

Lögreglan á Norðurlandi vestra fór nú fyrr í desember fyrir fræðslu til handa eldri borgurum í umdæminu þar sem fjallað var um netsvik og annað ólöglegt athæfi á netinu. Fræðslan var unnin í samstarfi við félög eldri borgara í umdæminu og Arion banka.
Meira

Inga Heiða í úrslitum jólaleiks Póstsins

Það poppa ýmsir upp með hressa og skemmtilega leiki þegar líður að jólum og þar er Pósturinn engin undantekning. Þar á bæ hafa menn síðustu daga staðið fyrir leitinni að svakalegustu jólapeysunni og þátttakan var það góð að Póstmenn treystu sér ekki til að velja sigurvegara. Því fer nú fram kosning milli sjö þátttakenda um svakalegustu jólapeysuna. Að sjálfsögðu er Skagfirðingur í hópnum, Inga Heiða Halldórsdóttir frá Miklabæ í Óslandshlíðinni.
Meira

Jólahúnar á Hvammstanga í kvöld

Jólatónleikar Jólahúna verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld. Rannveig Erla skipuleggjandi tónleikanna segir að æfingar hafa gengið mjög vel og er spenningur fyrir tónleikum kvöldsins.
Meira

Jólagaman í Varmahlíðarskóla

Síðasta vikan fyrir jólafrí þykir sennilega flestum nemendum í grunnskólum landsins skemmtilegur tími enda er ýmislegt brallað og skólastarfið brotið upp með ýmsu jólatengdu gamani. Þetta má glögglega sjá á heimasíðu Varmahlíðarskóla í Skagafirði þar sem sjá má fréttir og myndir af piparkökuhúsakeppni, jólavinnu á yngsta stigi og rökkurgöngu.
Meira

USVH er Fyrirmyndarhérað ÍSI

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga fékk árið 2019 viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Mánudaginn 11. desember síðastliðinn fékk USVH síðan endurnýjun þessarar viðurkenningar. Var það Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem afhenti formanni íþróttahéraðsins, Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur viðurkenninguna.
Meira

Lilla ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku

Vísir.is sagði frá því í gær að Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir hafi verið ráðin framkvæmdastjóri Dineout í Danmörku en hún hefur á síðustu misserum leitt útrás hugbúnaðarfyrirtækisins þar í landi. Nafnið hringir kannski ekki endilega hraustlega bjöllum hjá lesendum Feykis en Jóhanna er alin upp á Króknum en sennilega muna fleiri eftir henni Lillu í fótboltabúning og með boltann undir hendinni.
Meira

20 ára afmæli Ámundakinnar

Nú á mánudaginn verða liðin 20 ár frá því að Ámundakinn ehf. var sett á laggirnar. Af því tilefni er gestum og gangandi boðið til veislu í þjónustukjarnanum á Blönduósi á milli kl. 15 og 17 þar sem boðið verður upp á kaffi og tertubita líkt og Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, komst að orði í samtali við Feyki.
Meira