Matgæðingar

Ostapasta og hvítlauksbrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl 23, 2023, voru þau Saga Sjöfn Ragnarsdóttir og Sigurður Birkir Gunnarsson. Þau eru bæði fædd á Sauðárkróki og búa þar með dætrum sínum, Bríeti Sunnu (4 ára) og Heklu Björt (1 ½ árs) ásamt kettinum T-800. Saga flutti með mömmu sinni, Evu Árna, til Vestmannaeyja árið 2000 en kom aftur á Krókinn 2007 og hefur sama og ekkert yfirgefið bæinn síðan. Siggi, sem hefur alltaf búið á Króknum að frátöldum tveim vetrum í háskólanum fyrir sunnan, bauð skvís í partý og hafa þau eytt flestum sínum dögum saman síðan 2013.
Meira

Rjómapasta og púðursykursterta

Matgæðingar vikunnar í tbl 22 í fyrra voru Helga Sigurbjörnsdóttir og Hafþór Helgi Hafsteinsson. Helga er fædd og uppalin á Sauðárkróki og hefur búið þar nánast allt sitt líf en Hafþór Helgi er uppalinn á Hvolsvelli en flutti þaðan á Akureyri. Helga er rafvirki að mennt og starfar hjá Rarik, og er eins og föðuramman og alnafna öll í verkalýðsbaráttunni, er meðstjórnandi í Félagi íslenskra rafvirkja(FÍR) og situr í miðstjórn Rafiðnaðarsamband íslands (RSÍ). Hafþór er menntaður smiður og er að læra húsgagnasmíði. Saman eiga þau Alexöndru Eik, 3 ára, og Frigg sem er 4 ára Miniature schnauzer.
Meira

Grillað lambakonfekt og creme brulée

Matgæðingar vikunnar í tbl 21 í fyrra voru Óli Viðar Andrésson og Sigrún Baldursdóttir. Þau búa í Brekkutúninu á Sauðárkróki og eiga þau þrjú börn, Valdísi Ósk 26 ára, Katrínu Evu, að verða 21 ára og Baldur Elí 14 ára en svo skemmtilega vill til að hann fermdist núna á Pálmasunnudag.
Meira

Box master og Oreo skyrterta

Matgæðingar vikunnar í tbl 20 í fyrra voru Erna Rut Kristjánsdóttir og Sigurður Snorri Gunnarsson eigendur Króksfit ehf. á Sauðárkróki. Þau fengu áskorun frá systur hans Sigga, Gunnhildi Dís. Þau eru eins og 97% fólks hér í landi, með alltof marga bolta á lofti í einu og hafa sjaldan tíma til að eyða löngum tíma í matseldina. En þau segja að það sé samt skemmtilegt þegar það tekst!
Meira

Grafin gæs og bleikja

Matgæðingar vikunnar i tbl. 18 í fyrra voru Eiður Baldursson og Þórey Gunnarsdóttir í Fellstúninu á Króknum. Eiður og Þórey eiga og reka Grettistak veitingar en Þórey er einnig grunnskólakennari og vinnur við það. Þau eiga saman fjögur börn, Söndru Sif, Sólveigu Birtu, Arnar Smára og Árdísi Líf. Eiður var ekki lengi að taka ákvörðun um hvað ætti að bjóða upp á í þessum matarþætti og fáum við hér uppskriftir að grafinni gæs og hægeldaðri bleikju. 
Meira

Veisluís í páskabúningi með makkarónubotni og karamellusósu að hætti GRGS

Veisluísinn er kominn aftur í verslanir! Hafðu páskadesertinn einfaldan og bragðgóðan – Páskarnir eru til að njóta, þetta þarf ekki að vera flókið.
Meira

Folaldafille og kókosbolludraumur

Matgæðingar vikunnar í tbl 17 í fyrra voru Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir og Þröstur Kárason. Gunnhildur starfar á skrifstofu Fisk-Seafood og Þröstur er húsasmíðameistari og starfar hjá Friðriki Jónssyni. Þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt dætrum sínum, Berglindi Björgu og Bergdísi Brynju. Þau ætla að bjóða upp á uppskriftir að folaldafille.
Meira

Rauðmagi eldaður á ýmsa vegu

Ég má til með að deila þessari frétt sem ég gerði árið 2021 um hvernig skal elda rauðmaga á ýmsa vegur því hún á vel við í dag þar sem grásleppuvertíðin byrjaði fyrir viku síðan og rauðmaginn slæðist með upp á land. En það eru margar fiskitegundirnar ljótar en þessi er ein af þeim ljótari og það vill svo til að ég er þannig gerð að ef útlitið er ógeðslegt þá hlýtur bragðið að vera vont líka. En þeir sem vita betur en ég segja að því ljótari sem fiskurinn er, því betra sé bragðið.
Meira

Kryddlögur á grillkjötið og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 16, 2023, eru Hreiðar Örn Steinþórsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og ökukennari og Þorbjörg Sandra Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Árskóla. Þau búa í Drekahlíðinni á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn, þau Dagmar Lilju, Hilmar Örn, Hörpu Sif og Völu Marín.
Meira

Kókoskúlur og Chow Mein

Matgæðingar vikunnar í tbl. 15, 2023, voru Hekla Eir Bergsdóttir, aðflutt að sunnan, og Óli Björn Pétursson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Þau eru bæði mjólkurfræðimenntuð og starfa í mjólkursamlagi KS, Hekla sem gæðastjóri og Óli Björn sem aðstoðar framleiðslustjóri. Þau eiga saman tvö börn, Birni Helga, fæddan 2020 og Kristínu Petru, fædd 2023.
Meira