Mannlíf

Páskaskemmtun körfunnar í Síkinu í kvöld

Páskaskemmtun körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í íþróttahúsinu á Króknum í kvöld (laugardag) en þá verður boðið upp á alvöru skrall til styrktar Stólunum. Það verða DJ Ingi Bauer, Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti sem munu annast fjörið.
Meira

Allt á kafi í Tindastól!

Það kyngdi niður hvítagullinu á skíðasvæði Tindastóls í Tindastólnum í lok síðustu viku og útlit fyrir ævintýradaga nú um páskahelgina fyrir þá sem vilja renna sér á skíðum eða brettum í bestu brekkunni. Að sögn Sigurðar Haukssonar svæðisstjóra þá verður efri lyftan að öllum líkindum opnuð á morgun, miðvikudag, ef veður leyfir en opnunartímar á svæðinu þessa vikuna og um helgina eru frá kl. 11-16.
Meira

Nýtt þrekhjól tekið til kostanna á HSB eftir góðan styrk

Húnahornið segir af því að stjórnarfundur var haldinn þann 21. mars hjá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Eftir fundinn mætti stjórn Styrktarsjóðs A-Hún, þau Valgarður Hilmarsson formaður, Erla Ísafold Sigurðardóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, og færðu samtökunum rausnarlega gjöf, kr: 500.000, upp í kaup á þrekhjóli fyrir skjólstæðinga 3. og 4. hæðar spítalans.
Meira

Inga leggur stígvélin á hilluna

Ingibjörg Axelsdóttir starfsmaður landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki hefur lagt stígvélin á hilluna eftir farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu. Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu landvinnslunnar og þar voru Ingu færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins henni alls hins besta.
Meira

Sveinbjörg Rut nýr formaður USVH

Sveinbjörg Rut Pétursdóttir tók við sem nýr formaður Ungmennsambands Vestur-Húnvetninga (USVH) á héraðsþingi sambandsins í liðinni viku. Hún tekur við af Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur, sem setið hefur í formannsstólnum síðastliðin fjögur ár. Ekki voru gerðar lagabreytingar á þinginu en lögð fram breytingartillaga ásamt nýrri tillögu um nefndarstörf og voru þær báðar samþykktar.
Meira

Býr afskekkt í alfaraleið | Karólína í Hvammshlíð í viðtali

Karólínu í Hvammshlíð þarf nú varla að kynna fyrir fólki. Og þó, hún er vissulega fædd og uppalin í sveit í Þýskalandi þar sem nágrannar hennar áttu kind sem Karólína notaði eins og flestir notast við hesta. Það má því segja að Karólína sé fædd „dýrakona“ og þó uppruninn sé þýskur er hún íslenskari en margir Íslendingar. Nú er hún búin að búa lengur á Íslandi heldur en í Þýskalandi svo nú tölum við um hana sem Íslending. Eftir framhaldsskóla, þegar Karólóna var 19 ára gömul, nánar tiltekið árið 1989, kom hún fyrst til Íslands. „Þegar ég lenti í Keflavík voru engin göng eða neitt, maður kom bara strax undir beran himinn. Ég man ennþá þegar ég kom út úr flugvélinni, þetta loft, það var eins og tært vatn og ég vissi bara strax að þetta væri landið mitt og það hefur ekkert breyst. Ísland er landið mitt. Ég hef litla sem enga tengingu til Þýskalands lengur,“ segir Karólína.
Meira

Kynslóðaskipti á vélum og mönnum : Rætt við Pál Sighvatsson

Það eru framundan kynslóðaskipti við stjórnvölin á Vélaverkstæði KS þegar Páll Sighvatsson lætur af störfum eftir 35 ára starf. Hann segir sjálfur að „...þetta sé eins og með vélarnar, maður úreldist.“ Það vill einmitt svo skemmtilega til að um miðjan desember á síðasta ári tóku starfsmenn Vélaverkstæðis KS í notkun nýja fræsivél.
Meira

Gáfu HSN raförvunartæki í tilefni af 30 ára afmæli K-Taks

Ljóst er að margar stofnanir væru fátækar af tækjabúnaði ef ekki væri fyrir velvild félagasamtaka, einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tækjakaupum. Á dögunum mætti Knútur Aadnegard í sjúkraþjálfun HSN á Sauðárkróki með höfðinglega gjöf frá fyrirtæki sínu K-Tak í tilefni 30 ára afmæli þess.
Meira

„Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn!“

Á síðasta ári urðu tveir leikmanna kvennaliðs Tindastóls fyrir því að elta leiðinlegasta tískufyrirbærið í fótboltanum; krossbandsslit. Fyrst var það Kristrún María Magnúsdóttir sem lenti í þessum óskunda á slitinni gervimottunni í Boganum á Akureyri og síðan lenti Bergljót Ásta Pétursdóttir í þessum hremmingum í Garðabænum um mitt síðasta sumar. Krossbandsslit eru með ólíkindum algeng í kvennaboltanum og óskaplega erfið meiðsli með langri endurhæfingu. Það þarf bein í nefinu til að ganga í gegnum þetta ferli.
Meira

Drenglyndi í knattspyrnuheimum

Í tilkynningur á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Tindastóls var greint frá því í dag að stjórn knattspyrnudeildar, ásamt stjórn barna & unglingaráðs Tindastóls, hafi haft samband við Hauk Einarsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, og tilkynnt honum að knattspyrnudeildin muni fella niður mótsgjöld á fótboltamótum sem hún mun halda í sumar fyrir iðkendur Grindavíkur.
Meira