Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Í syngjandi jólasveiflu í Hörpu | Feykir spjallar við Huldu Jónasar
„Það sem er næst á dagskrá hjá okkur núna eru jólatónleikar í Hörpu. Þeir hafa hlotið nafnið Í syngjandi jólasveiflu og þar ætlum við að flytja jólalögin hans Geira okkar í bland við hans þekktustu lög. Jólalögin hans eru mjög falleg og hafa allt of lítið fengið að hljóma,“ segir tónleikahaldarinn og Króksarinn Hulda Jónasar, dóttir Erlu Gígju og Ninna heitins, þegar Feykir spyr hvað standi nú til.
-
Stökk í uppáhaldi
Það er Sigríður Elva Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili í Skagafirði sem er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigríður Elva tekið þátt og verið í úrslitum á stórmótum í hestaíþróttum. Sigríður Elva er dóttir hjónanna Elvars Einarssonar og Fjólu Viktorsdóttur og er yngst í þriggja systra hópi en eldri systur hennar eru þær Ásdís Ósk og Viktoría Eik sem allar eiga það sameiginlegt að vera fæddar með „hestabakteríuna.“ -
Vel heppnaður samstöðufundur kvenna á Sauðárkróki
Í gær fóru konur á Ísland í verkfall til að minna á og halda á lofti kröfum Kvennaárs sem er einmitt á þessu ári. Á höfuðborgarsvæðinu fjölmenntu konur og kvár niður á Austurvöll en konur stóðu saman um allt land og víða voru haldnir samstöðufundir. Einn slíkur fór fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki en þar komu saman yfir 100 konur og heppnaðist fundurinn ákaflega vel samkvæmt upplýsingum Feykis. -
Kvennafrídagur 24. okt. 2025 | Sigríður Garðarsdóttir skrifar
Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta. -
Kom frá Lúxemborg til að lagfæra leiði Howells í Miklabæjarkirkjugarði
Það er löngu ljóst að í kirkjugörðum landsins hvílir ómissandi fólk. Flest fáum við yfir okkur kross eða legstein að lífsleiðinni lokinni, aðstandendur sinna leiðunum meðan þeirra nýtur við og svo hverfum við flest í gleymskunnar dá undir grænni torfu. En ekki allir. Nú í lok september mætti Serge nokkur Wildhage, mikill Íslandsvinur, alla leið frá Lúxemborg til að rétta af og lagfæra leiði manns sem grafinn var í Miklabæjarkirkjugarði, manns sem hann þekkti ekkert og var ekkert skyldur en tengdist þó á sérstakan hátt.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Örfáar mínútur í hvíld í marga klukkutíma
Feykir sagði frá því um daginn þegar Þuríður Elín Þórarinsdóttir hljóp sinn allra lengsta bakgarð til þessa, eða hvorki meira né minna en 221,1 km, sem fólk eins og ég og þú eigum pínulítið erfitt með að ná utan um. Þuríður var í fjórða sæti af heildarkeppendum og í öðru sæti kvenna. Fyrir þá sem ekki vita hvað Bakgarðurinn er þá er það hlaup, þar sem farinn er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari, sem þýðir að Þuríður hljóp í 33 klukkustundir. Hvíldin sem keppandinn fær ræðst af því hvað hann er fljótur að hlaupa hringinn, því alltaf þarf að legga af stað í þann næsta á heila tímanum. Blaðamaður Feykis heyrði í Þuríði aðeins til að taka stöðuna. -
Lítur á sameiningu sem afar vænlegan kost
Feykir sagði frá því í vikunn að íbúafundir sem fóru fram í Dalabyggð og Húnaþingi vestra í síðustu viku. hafi verið vel sóttir og umræður á þeim fjörugar en til umræðu var möguleg sameining sveitarfélagnna tveggja. Af því tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra. -
Nú fer ég heim að lesa ljóð
„Okkar einstaki samstarfsmaður til margra áratuga, Guðrún Sighvatsdóttir, sem við öll þekkjum sem Gurru, lætur af störfum í dag eftir meira en þrjátíu ára viðveru á skrifstofu FISK Seafood. Og hún velur daginn af vandvirkni. Í fyrsta lagi er þetta 65. afmælisdagurinn hennar og í öðru lagi leggur hún niður störf á 50 ára afmælisdegi kvennafrídagsins,“ segir í kveðju sem Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri FISK Seafood skrifar fyrir hönd starfsmanna á netsíðu fyrirtækisins. -
Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti FNV í gær
Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson er á ferðalagi um landið að heimsækja framhaldsskóla landsins og heimsótti hann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði. -
Hofsstaðir hlutu viðurkenningu á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.Hátíðin tókst afar vel og lauk með hátíðarkvöldverði á Sauðárkróki, kvöldskemmtun, dansi og mikilli gleði. -
Ekki góð vika hjá Tindastólsmönnum
Tindastólsmenn spiluðu við lið Njarðvíkinga í IceMar-höllinni í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu ágætu forskoti í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir mörg ágæt áhlaup Stólanna í síðari hálfleik þá var holan sem þeir grófu sér í fyrri hálfleik full djúp og þá hittu þeir grænu geysilega vel úr 3ja stiga skotum sínum og hleyptu Stólunum aldrei alveg upp að hlið sér. Lokatölur 98-90 og fyrsta tap Stólanna í Bónus deildinni því staðreynd.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Kvennafrídagur 24. okt. 2025 | Sigríður Garðarsdóttir skrifar
Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.Meira -
Krónan býr sig ekki til sjálf | Hjörtur J. Guðmundsson
Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið.Meira -
Er allt að sjóða upp úr? | Leiðari 39. tölublaðs Feykis
Sumarið hefur verið óvanalega langt í ár. Það byrjaði með einstakri hitabylgju í maí og enn höfum við ekki fengið alvöru hausthret. Sennilega eru flestir ánægðir með þetta nema mögulega þeir sem vinna við dekkjaskipti – ekki mikið að gera þar væntanlega. En það styttist í veturinn og þá fer allt á suðupunkt í dekkjabransanum.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
James Hetfield er guðinn / VALDIMAR GUNNLAUGS
Lesa meiraValdimar Gunnlaugsson er Tón-lystar maður Feykis að þessu sinni en hann býr Hvammstanga en ólst upp bæði í Húnaþingi Vestra og á Dalvík. Helsta hljóðfæri hans eru raddböndin og helstu tónlistarafrek eru þau að fá þann heiður að syngja í brúðkaupum og svo Pink Floyd show á Hvammstanga 2005 með algjörum meisturum. Ógleymanlegt, segir Valdimar. Hann er úr árgangi 1985 en uppáhalds tónlistartímabil spannar nokkur ár eða frá árinu 1900-2011.
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
rabb-a-babb 55: Jóna Fanney
Lesa meiraNafn: Jóna Fanney Svavarsdóttir.
Árgangur: 1974.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Vá, Glymskrattinn safnplata frá sautjánhundruð og súrkál, já eða Grýlurnar Mávastellið.Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Everton af því að pabbi hélt með Manchester og bræður mínir með Liverpool, svo er blár fallegri litur.
