A-Húnavatnssýsla

Halla Hrund á Norðurlandi vestra í dag

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir verður á ferð og flugi um Norðurland í vikunni og býður heimamönnum til opinna funda og samtals um embætti forseta Íslands. Tveir fundir verða í Húnavatnssýslum, í Víðigerði og á Blönduósi í dag og þá verður hún á Sauðárkróki í kvöld.
Meira

Ostapasta og hvítlauksbrauð

Matgæðingar vikunnar í tbl 23, 2023, voru þau Saga Sjöfn Ragnarsdóttir og Sigurður Birkir Gunnarsson. Þau eru bæði fædd á Sauðárkróki og búa þar með dætrum sínum, Bríeti Sunnu (4 ára) og Heklu Björt (1 ½ árs) ásamt kettinum T-800. Saga flutti með mömmu sinni, Evu Árna, til Vestmannaeyja árið 2000 en kom aftur á Krókinn 2007 og hefur sama og ekkert yfirgefið bæinn síðan. Siggi, sem hefur alltaf búið á Króknum að frátöldum tveim vetrum í háskólanum fyrir sunnan, bauð skvís í partý og hafa þau eytt flestum sínum dögum saman síðan 2013.
Meira

Níu stigu á svið á Open Mic kvöldi Leikfélags Blönduóss

Að kvöldi sumardagsins fyrsta stóð Leikfélag Blönduóss fyrir viðburði í fallega leikhúsinu sínu í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar var um að ræða svokallað Open Mic og var öllum velkomið að taka þátt; flytja ljóð, segja skemmtilega sögu, syngja lag, fara með einræðu eða upplestur fyrir framan áhorfendur. Feykir spurði Eva Guðbjartsdóttur, forynju LB, aðeins út í viðburðinn.
Meira

Leikstjórinn fullur tilhlökkunar fyrir frumsýningu

Sunnudaginn 28.apríl nk. frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks Litlu hryllingsbúðina. „Sívinsælt verk sem sem fólk þreytist seint á að koma í leikhús til að upplifa,“ segir Valgeir Skagfjörð sem leikstýrir verkinu. Feykir heyrði hljóðið í leikstjóranum sem er sagðist vera sultuslakur fyrir frumsýningunni og fullur tilhlökkunar að leyfa áhorfendum að njóta sýningarinnar.
Meira

Rjómapasta og púðursykursterta

Matgæðingar vikunnar í tbl 22 í fyrra voru Helga Sigurbjörnsdóttir og Hafþór Helgi Hafsteinsson. Helga er fædd og uppalin á Sauðárkróki og hefur búið þar nánast allt sitt líf en Hafþór Helgi er uppalinn á Hvolsvelli en flutti þaðan á Akureyri. Helga er rafvirki að mennt og starfar hjá Rarik, og er eins og föðuramman og alnafna öll í verkalýðsbaráttunni, er meðstjórnandi í Félagi íslenskra rafvirkja(FÍR) og situr í miðstjórn Rafiðnaðarsamband íslands (RSÍ). Hafþór er menntaður smiður og er að læra húsgagnasmíði. Saman eiga þau Alexöndru Eik, 3 ára, og Frigg sem er 4 ára Miniature schnauzer.
Meira

Samningur undirritaður um styrk til tækniaðstöðu á Hvammstanga

SSNV og Húnaþing vestra hafa undirritað samning vegna styrks til uppsetningar á tæknimiðstöð í anda FabLab smiðju í samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu á Hvammstanga að upphæð 10.500.000 kr. Fram kemur í frétt á síðu SSNV að verkefnið snýst um að koma upp nýsköpunar-, viðgerða- og þróunaraðstöðu fyrir íbúa á svæðinu, sem og aðstöðu fyrir félagsstarf.
Meira

Valið vekur furðu vestan Þverárfjalls

Heimasíða RÚV flytur fréttir en þar mátti í morgun sjá athyglisverða og skemmtilega úttekt á fótboltavöllum landsins. Þar eru nefndir til sögunnar fótboltavellirnir á Sauðárkróki og á Hofsósi þó svo að þeir ágætu vellir hafi ekki komist í hóp tíu flottustu valla landsins. Blönduósvöllur og Sjávarborgarvöllur á Hvammstanga voru ekki nefndir á nafn í úttektinni og því leitaði Feykir viðbragða hjá Aðdáendasíðu Kormáks og þar stóð ekki á svörum en umsjónarmaður furðar sig á valinu.
Meira

Atli Þór fullkomnar hóp Kormáks/Hvatar

Síðasti dagur félagaskipta í efri deildum Íslandsmótanna í knattspyrnu var nú á miðvikudaginn. Þá bætti lið Kormáks/Hvatar við sig einum leikmanni því Atli Þór Sindrason var síðasta liðsstyrking hópsins fyrir mót.
Meira

Vinnustofa um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga

SSNV stóð fyrir vinnustofu í félagsheimilinu á Hvammstanga nú í vikunni um gerð loftlagsstefnu sveitarfélaga í samtarfi við KPMG. Vinnustofan var sérstaklega fyrir Húnavatnssýslur. Góð þátttaka var á vinnustofunni og áhugaverðar umræður sköpuðust.
Meira

Áfram Hvöt er nýtt stuðningsmannalag þeirra hvítu og rauðu

„Ungmennafélaginu Hvöt hefur lengi vantað gott stuðningsmannalag en þónokkur ár eru síðan Ekki vera löt, allir í Hvöt kom út. Þegar ég hafði samband við Einar Örn og Baldur síðsumars 2023 stóð ekki á svörum. Úr varð þessi frábæri hittari sem mun án efa fá góðar viðtökur hjá félagsmönnum Hvatar, íbúum Húnabyggðar og bara öllum öðrum. Áfram Hvöt!” segir Grímur Rúnar Lárusson, formaður Ungmennafélagsins Hvatar, í færslu á Facebook-síðu Umf. Hvatar þar sem nýtt stuðningsmannalag, Áfram Hvöt, er kynnt til sögunnar.
Meira