USVH er Fyrirmyndarhérað ÍSI
Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga fékk árið 2019 viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. Mánudaginn 11. desember síðastliðinn fékk USVH síðan endurnýjun þessarar viðurkenningar. Var það Viðar Sigurjónsson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem afhenti formanni íþróttahéraðsins, Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur viðurkenninguna.
„Við hjá USVH erum afar stolt af því að fá viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ í annað sinn enda hefur það góð áhrif, bæði á okkar starf og sveitarfélagið í heild sinni. Við vonumst til að fleiri bætist í hópinn í náinni framtíð,“ segir í tilkynningu á heimasíðu USVH.
ÍSÍ stendur fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands en það er er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu, sbr. ákvæði íþróttalaga. Á síðu ÍSI segir: „ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda. Aðilar að héraðssamböndum/íþróttabandalögum eru félög sem hafa iðkun íþrótta á stefnuskrá sinni. Aðilar að sérsamböndum eru héraðssamböndin/íþróttabandalögin.“
Til hamingju með heiðurinn USVH og Húnaþing vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.