Mannlíf

Sæluvikan var sett í dag

Sæluvikan var sett í dag við athöfn í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorgið á Króknum, Það var fullur salur og góð stemning. Á samkomunni var tilkynnt um hverjir hlutu Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024 og úrslit í Vísnakeppni Safnahússins. Nemendur í Tónlistarskóla Skagafjarðar léku við hvurn sinn fingur og opnuð var ljósmyndasýning með myndum Stefáns heitins Pedersen.
Meira

„Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði“

Við setningu Sæluvikunnar í dag voru afhent Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024 en verðlaunin eru þakklætisvottur samfélagsins til einstaklinga, fyrirtækja stofnana eða félagasamtaka sem þykja hafa staðið sig vel í eða efla skagfirskt samfélag. Að þessu sinni voru það hjónin Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir og Árni Björn Björnsson, oft kenndur við Hard Wok Café, sem hlutu viðurkenninguna.
Meira

Níu stigu á svið á Open Mic kvöldi Leikfélags Blönduóss

Að kvöldi sumardagsins fyrsta stóð Leikfélag Blönduóss fyrir viðburði í fallega leikhúsinu sínu í Félagsheimilinu á Blönduósi. Þar var um að ræða svokallað Open Mic og var öllum velkomið að taka þátt; flytja ljóð, segja skemmtilega sögu, syngja lag, fara með einræðu eða upplestur fyrir framan áhorfendur. Feykir spurði Eva Guðbjartsdóttur, forynju LB, aðeins út í viðburðinn.
Meira

Munum Stóra plokkdaginn

Stóri plokkdagurinn er nú á morgun, sunnudaginn 28. apríl, en hann var fyrst haldinn árið 2018. Um er að ræða flott samfélagsverkefni þar sem allir geta látið gott af sér leiða með því að fegra og hreinsa umhverfið í kringum sig.
Meira

Shakespeare er mestur og bestur en að mestu hættur að skrifa... | Þorgeir Tryggva svarar Bók-haldinu

Bók-haldið hefur tvívegis tekið hús á gagnrýnendum Kiljunnar hans Egils Helga og nú bætum við einum til viðbótar í safnið. Þorgeir Tryggvason var að sjálfsögðu klár í slaginn þegar til hans var leitað. Toggi fæddist á Siglufirði árið 1968 en býr nú í Reykjavík, giftur, með dóttur og dótturson í næsta húsi, starfar sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Hvíta húsinu á daginn. „Bókarýnir í Kiljunni u.þ.b. annað hvert miðvikudagskvöld. Spilerí og fjör með Ljótu hálfvitunum þegar færi gefst,“ bætir hann við og þegar hann er spurður um hvað sé í deiglunni svarar hann: „Sjöunda plata Hálfvitanna. Það verður smá Sauðárkróksblær á henni ef allt fer sem horfir.“
Meira

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmælið með kökuveislu af gamla skólanum

Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur-Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað.
Meira

Giggó-appið snýst um að bjarga sér | Spjallað við Kjartan Hall

Í janúar rak blaðamaður augun í nýtt app sem kallast Giggó sem er sett fram af Alfreð. Þar sem það var gamalkunnur Skagfirðingur út að austan, lista- og íslenskumaðurinn Kjartan Hallur frá Melstað í Óslandshlíðinni, sem kynnti þetta á Facebook, var að sjálfsögðu tilvalið að senda á hann nokkrar spurningar. Kjartan Hallur er í Alfreðs teyminu og segir starf sitt hjá Alfreð fyrst og fremst vera að ritstýra, semja texta og samræma skilaboð fyrir appið, heimasíðu og þjónustuvefi Alfreðs. „Og núna hefur Giggó-appið bæst við á verkefnalistann. Þar undir er heimasíða, bloggskrif og vinna í markaðssetningu á þessu nýja verkfæri fyrir íslenska gigg-hagkerfið,“ segir hann.
Meira

Baldur og Felix á Sauðárkróki og á Blönduósi í dag

Það hefur efalaust ekki farið framhjá neinum að það eru forsetakosningar framundan en kosið verður 1. júní. Næsta mánuðinn verða því forsetaframbjóðendur, sem stefnir jú í að verði nokkrir, á faraldsfæti og munu taka í hendur eins margra og auðið er. Í dag verða þeir Baldur og Felix á ferðinni hér norðan heiða og í dag heimsækja þeir Sauðárkrók og Blönduós – þar sem Felix bjó einmitt um tíma.
Meira

Skemmtileg stund og sérlega þjóðleg

Laugardaginn 6. apríl sl. var boðað til mikillar og þjóðlegrar menningarveislu í gamla fjósinu í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu þar sem fram fór viðburðurinn Hrossakjöt og kvæðaraus. Undirritaður var gestur þeirra hjóna, og ferðaþjónustubænda, Freyju Ólafsdóttur og Einars Kolbeinssonar og í stuttu máli sagt var þetta einstaklega skemmtileg stund og sérlega þjóðleg.
Meira

Við erum ótrúlega rík af fólki | LS Lulla í spjalli

„Litla hryllingsbúðin er skemmtilega fjölbreytt verk með miklum söng og er skemmtileg dramatísk hrollvekja,“ segir Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir (Lulla), formaður Leikfélags Sauðárkróks, þegar Feykir spyr hana hvað hún geti sagt um Sæluvikustykki LS þetta árið. Æfingar standa nú yfir en frumsýnt verður í Bifröst á Sauðárkróki sunnudaginn í Sæluviku en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Feykis er hér um að ræða 146. sýningu Leikfélags Sauðárkróks frá því það var endurvakið árið 1941.
Meira