Fréttir

Litla hryllingsbúðin enn lokuð vegna veikinda!

Í gær tók Leikfélag Sauðárkróks stöðuna varðandi sýningarhald á Litlu hryllingsbúðinni en eins og áður var greint frá í Feyki varð að fresta frumsýningu sl. sunnudag vegna veikinda í leikhópnum. Því miður reyndist staðan þannig að fyrirhugðum sýningum á miðvikudag og föstudag hefur nú verið frestað um óákveðin tíma.
Meira

Úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga

Við setningu Sæluviku Skagfirðinga þann 28. apríl sl. voru að venju birt úrslit í vísnasamkeppninni, okkar árlega viðburði, vonandi verður keppnin haldin um ókomin ár. Markmiðið er að fá fólk til að botna fyrirfram gefna fyrriparta og einnig að yrkja vísu eða vísur um líflegt og litríkt forsetaframboð, hafa aldrei fyrr verið jafn margir til kallaðir á þeim vettvangi mun það verðugt rannsóknarefni. Þátttaka í keppninni var nokkuð góð, alls bárust okkur svör frá tíu hagyrðingum.
Meira

Sterk hreyfing – sterkt samfélag

Verkalýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í Húnabyggð 1. maí undir yfirskriftinni Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Kaffiveitingar verða að venju í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst dagskráin klukkan 15. Ræðumaður dagsins er Sigurey A. Ólafsdóttir, formaður Stéttarfélagsins Samstöðu.
Meira

Varmahlíðarskóli tryggði sér sæti í úrslitum Skólahreysti

Fjórir skólar af Norðurlandi vestra tóku í gær þátt í sjöunda riðli Skólahreysti en keppnin fór fram í Höllinni á Akureyri. Það var lið Varmahlíðarskóla sem sigraði og tryggði sér þannig sæti í úrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll síðar í maí. Þá varð Grunnskólinn austan Vatna í öðru sæti riðilsins. Áður hafði Grunnskóli Húnaþings vestra tryggt sig inn í úrslitin og það verða því tveir skólar af Norðurlandi vestra á meðal þeirra tólf skóla sem keppa til úrslita.
Meira

Hlaupið fyrir Einstök börn á morgun

Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar blæs á ný til styrktarhlaups fyrir félagið Einstök börn þann 1. maí á Sauðárkróki en hlaupið hefst kl. 14:00. Veðurstofan spáir björtu veðri með dassi af norðanátt en er frekar sparsöm á hitastigin. Það stefnir því allt í upplagt hlaupaveður og engin afsökun að hanga heima.
Meira

Skemmdir á um 1500 fermetrum vallarins

Feykir.is birti í síðustu viku viðtal við Adam Smára Hermannsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls, sem sagði frá talsverðu tjóni sem varð á gervigrasvellinum glæsilega á Sauðárkróki í leysingum þann 20. apríl en þá fór völlurinn undir vatn. Í gær birtist frétt á vef Skagafjarðar þar sem greint var frá því að eftir athugun í liðinni viku liggi fyrir að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum, þar af eru um 1.000 fermetrar illa farnir.
Meira

Loftslagsráðherrann og sveitarfélögin á Norðurlandi vestra | Sigurjón Þórðarson skrifar

Núverandi umhverfisráðherra fer með himinskautum í endurskipulagi stofnana ráðuneytisins, þar sem rauði þráðurinn er að sjónarmið Samtaka atvinnulífsins ráði ferðinni í einu og öllu.
Meira

Samvinnurými á Skagaströnd hlaut 15 milljón króna styrk

SSNV og sveitarfélagið Skagaströnd hafa undirritað samning vegna 15 milljón króna styrks til að skapa samvinnurými á Skagaströnd. Í frétt á vef SSNV segir að markmiðið með verkefninu sé að skapa samvinnurými á Skagaströnd með því að standsetja og markaðssetja húsnæði í eigu sveitarfélagsins, skapa forsendur fyrir léttan iðnað í hluta hússins og aðstöðu fyrir frumkvöðla og minni fyrirtæki í öðrum hluta þess.
Meira

Skagabyggð hlaut styrk vegna Verndun Kálfshamarsvíkur

Skagabyggð hlaut fyrir helgi styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 3.600.000 kr. vegna verkefnisins Verndun Kálfshamarsvíkur sem miðar að því að hreinsa í burtu núverandi girðingar á deiliskipulagssvæðinu og girða svæðið af upp á nýtt. Einnig á að hnitsetja og merkja um 3 km langa gönguleið og setja tréstíga yfir blautustu svæðin á þeirri leið.
Meira

Karl Lúðvíks sæmdur Gullmerki UMFÍ

Það var ekki nóg með að Gunnar Þór Gestsson væri sæmdur Gullmerki ÍSÍ á ársþingi UMSS um liðna helgi því auk hans var íþróttakempan og kennarinn Karl Lúðvíksson sæmdur Gullmerki UMFÍ. Í frétt á vef Ungmennafélags Íslands segir að Karl sé þekktur fyrir störf sín og er fastagestur á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið er ár hvert.
Meira