Fréttir

Blóma og gjafabúðin opnar á nýjum stað

Blóma og gjafabúðin á Sauðárkróki hefur nú opnað á nýjum stað, Skagfirðingabraut 45, þar sem VÍS er einnig til húsa. 
Meira

Rolluhlaupin lögðu grunninn

Hörður Hlífarsson er 24 ára hlaupagarpur frá Víðiholti í Skagafirði. Í júní síðastliðnum lauk hann Bs í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur verið að vinna eftir útskrift en Hörður tók þátt í sínu þriðja Bakgarðshlaupi á dögunum og gerði sér lítið fyrir og hljóp 120,7 km eða 18 hringi. Feykir hafði samband við Hörð og forvitnaðist hjá honum um hlaupaferilinn sem hófst þegar hann hljóp sitt fyrsta utanvegahlaup – fyrir utan að hlaupa á eftir rollum – þegar hann fór 18 km. í Súlur Vertical árið 2021.
Meira

Tap hjá Tindastól í gær

Tindastóll tók á móti nýliðum KR í fyrstu umferð Bónus-deildar karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Vel var mætt í Síkið og heimamenn spenntir að sjá Tindastólsliðið undir stjórn Benedikts Guðmundssonar.
Meira

Þriðji bekkur hlaut Gullskó Húnaskóla

Í lok september lauk í Húnaskóla verkefninu Göngum í skólann sem var í gangi í tvær vikur. Sagt er frá því á vef skólans að af þessu tilefni hafi verið haldin verðlaunaafhending fyrir utan skólann þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans voru saman komnir og eftirvæntingin var töluverð. Allir bekkir stóðu sig vel en að þessu sinni var það 3. bekkur sem hlaut gullskóinn en þau mættu öll alla dagana hjólandi eða gangandi í skólann.
Meira

Aurskriða féll í Svartárdal

Aurskriða féll á Svartárdalsveg í Húnavatnssýslu í dag og hefur lokað veginum. Guðmundur Guðbrandsson, bóndi á Bergsstöðum sagði í samtali við ruv.is, að skriðan hefði haft töluverð áhrif. Vegurinn hafi rofnað og að sveitin fyrir innan sé svo gott sem lokuð. Hægt sé að aka heiðina en hún sé varla fólksbílafær. Þá sé ekki vitað hvort kindur hafi orðið undir skriðunni.
Meira

Bölvað í beinni

Herra Hundfúll er viðkvæmur að eðlisfari og má ekkert aumt sjá né heyra. Í gærkvöldi settist hann í makindum niður fyrir framan imbakassann til að horfa á körfuboltaleik milli Aþenu og Tindastóls sem fram fór í Breiðholti. Eftir nokkurra mínútna áhorf gafst hann upp eftir að hafa hlustað á svívirðingar og munnsöfnuð þjálfara heimaliðsins í garð eigin leikmanna.
Meira

Langi Seli og Skuggarnir á Sauðárkróki

Langi Seli og Skuggarnir troða upp á Grána Bistro föstudagskvöldið 4. október næstkomandi og byrja tónleikarnir kl. 21.00.
Meira

Tap gegn Aþenu í fyrsta leik

Stólastúlkur spiluðu sinn fyrsta leik í Bónus deildinni í gærkvöldi og mættu þá áköfu liði Aþenu í Austurbergi í Breiðholti. Heimaliðið reyndist sterkara að þessu sinni en leikurinn var ansi kaflaskiptur. Lokatölur voru 86-66 fyrir lið Aþenu.
Meira

Bónusdeild karla hefst í kvöld

Bónusdeild karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR í Síkinu. Á Facebooksíðu Tindastóls segir að fyrir leik gefst árskorthöfum tækifæri til að hittast í þjálfaraspjalli frá kl 17.45, í nýrri aðstöðu körfuknattleiksdeildarinnar í norðurhlutanum á Ábæ. Allir árskorthafar eru hvattir til að mæta þangað, spjalla og skiptast á hugmyndum. Leikurinn hefst á slaginu 19:15, hamborgararnir verða á grillinu frá 18:30.
Meira

HSN á Sauðárkróki fékk rausnarlega gjöf frá KS

Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS afhenti nú síðastliðinn mánudag formlega, fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, Heilbrigðisstofnun Norðulands á Sauðárkróki rausnarlega gjöf. Um var að ræða nýtt og mjög fullkomið ómtæki sem kostar u.þ.b. 10 milljónir króna. Gjöfin var vel rúmlega fyrir því og hægt að bæta við tíu nýjum sjúkrarúmum á stofnunina sem kemur sér sérstaklega vel.
Meira